1. gr.
Í stað dagsetningarinnar „1. ágúst“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglnanna kemur: 20. júlí.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:
- 1. mgr. orðast svo:
Undirbúningur prófsins fer fram af hálfu læknadeildar með sérstakri ráðgjöf, m.a. frá kennurum framhaldsskóla og Menntamálastofnun. Inntökuprófið tekur tvo daga, og samanstendur af fjórum tveggja tíma próflotum og aðgangsprófi fyrir háskólastig (A-prófi) sem tekur 3,5 klst. A-prófið gildir 30% af inntökuprófinu.
- Í stað orðanna „Námsmatsstofnun (www.namsmat.is)“ í 2. málsl. 8. mgr. kemur: Menntamálastofnun (www.mms.is).
- Í stað orðsins „Námsmatsstofnun“ í 2. málsl. 13. mgr. kemur: Menntamálastofnun.
3. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 9. mgr. 102. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 26. janúar 2016.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
|