Dómsmálaráðherra hefur tekið ákvörðun um að framlengja ákvörðun um beitingu 44. gr. laga um útlendinga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu til og með 2. mars 2025. Upphaflega var ákvörðun um beitingu ákvæðisins tekin þann 4. mars 2022 og gilti til eins árs. Hinn 1. febrúar 2023 ákvað ráðherra að framlengja beitingu ákvörðunarinnar um eitt ár, eða til og með 2. mars 2024. Ákvörðun um framlengingu er tekin að undangengnu samráði, innan lands sem utan, þ. á m. við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Leiðbeiningar ráðuneytisins, dags. 11. mars 2022 og 29. júní 2023, gilda um umsóknir á grundvelli 44. gr. laga um útlendinga og eru birtar sem fylgiskjöl með auglýsingu þessari.
Dómsmálaráðuneytinu, 22. febrúar 2024.
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Fylgiskjöl. (sjá PDF-skjal)
|