1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr.:
- Fyrirsögn greinarinnar verður:
Kennsla, kennsluhættir, meðferð heimilda og skil lokaritgerða.
- Á eftir 4. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
Stúdentar skulu skila lokaritgerðum á bakkalár- og meistarastigi rafrænt í gagnasafnið skemman.is sem vistað er hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni á formi sem safnið ákveður. Sviðsstjóri kennslusviðs getur veitt heimild til að skila lokaritgerð á pappír ef gildar ástæður eru fyrir hendi.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 99. gr.:
- 1. mgr. orðast svo:
Lyfjafræðideild veitir kennslu og þjálfun sem hér segir:
- Til BS-prófs í lyfjafræði.
- Til MS-prófs í lyfjafræði (jafngilt cand. pharm.-prófi, embættisprófi í lyfjafræði).
- Til MS-prófs í lyfjavísindum.
- Til MS-prófs í klínískri lyfjafræði.
- Til doktorsprófs í lyfjafræði og lyfjavísindum.
- Ennfremur til meistara- og doktorsprófs í lýðheilsuvísindum og öðrum þverfræðilegum greinum í samvinnu við aðrar háskóladeildir, þar sem nauðsynleg aðstaða er fyrir hendi.
- Á eftir 2. málslið 11. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Framhaldsnám til meistaraprófs í klínískri lyfjafræði er 90 einingar.
3. gr.
Á eftir 2. málslið 6. mgr. 100. gr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Til meistaraprófs í klínískri lyfjafræði skal kennslu hagað þannig, að ljúka megi náminu á þremur árum eftir MS-próf.
4. gr.
Í öðrum málslið b-liðar 1. mgr. 115. gr., á eftir orðunum „sbr. 1. mgr. 109. gr.“, bætast við orðin: og hugmynda- og vísindasaga, í samvinnu við raunvísindadeild.
5. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar á grundvelli 7. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 8. desember 2015.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
|