Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 340/2015

Nr. 340/2015 26. mars 2015
REGLUGERÐ
um gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að kveða á um kröfur um gagnatengingaþjónustu (e. data link services) í samevrópska loftrýminu.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um öll flug sem starfrækt eru í tengslum við almenna flugumferð í samræmi við blindflugsreglur innan loftrýmis sem skilgreint er í 1. gr. reglugerðar fram­kvæmda­stjórnarinnar (EB) nr. 29/2009 frá 16. janúar 2009 um kröfur um gagna­­tenginga­­þjónustu fyrir samevrópska loftrýmið, ásamt síðari breytingum.

3. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB), með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 29/2009 frá 16. janúar 2009 um kröfur um gagnatengingaþjónustu fyrir samevrópska loftrýmið, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 85 frá 3. júlí 2009, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 20. maí 2010, bls. 123.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 441/2014 frá 30. apríl 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 29/2009 um kröfur um gagna­tenginga­þjónustu fyrir samevrópska loftrýmið, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 235 frá 24. október 2014, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 1072.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Um leið fellur brott c-liður 4. gr. reglugerðar nr. 601/2008 um kröfur um sjálfvirkt kerfi til að skiptast á fluggögnum milli flugstjórnardeilda.

Reglugerðin kemur til framkvæmda 5. febrúar 2016.

Innanríkisráðuneytinu, 26. mars 2015.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.

B deild - Útgáfud.: 14. apríl 2015