1. gr.
10. mgr. 97. gr. reglnanna orðast svo:
Doktorsnám í hjúkrunarfræðideild er 180 eininga rannsóknatengt nám að loknu meistaraprófi.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 101. gr. reglnanna:
- c-liður 1. mgr. orðast svo: Til BS-prófs í sjúkraþjálfunarfræðum.
- 7. mgr. orðast svo:
Nám í læknisfræði til kandídatsprófs jafngildir 360 námseiningum, að meðtöldum 180 einingum til BS-prófs í læknisfræði, nám til BS-prófs í læknisfræði jafngildir 180 einingum, nám til BS-prófs í sjúkraþjálfunarfræðum jafngildir 180 einingum, nám til BS-prófs í geislafræði jafngildir 180 einingum og nám til BS-prófs í lífeindafræði jafngildir 180 einingum. Sá sem lokið hefur kandídatsprófi í læknisfræði ber próftitilinn candidatus medicinae (cand. med.). Sá sem lokið hefur BS-prófi í læknisfræði ber próftitilinn baccalaureus scientiarum (BS) í læknisfræði, sá sem hefur lokið BS-prófi í sjúkraþjálfunarfræðum ber titilinn baccalaureus scientiarum (BS) í sjúkraþjálfunarfræðum og sá sem lokið hefur 180 eininga námi í geislafræði eða lífeindafræði ber titilinn baccalaureus scientiarum (BS) í geislafræði/lífeindafræði, eftir því sem við á. Að loknu BS-prófi í sjúkraþjálfunarfræðum tekur við 120 eininga nám til MS-prófs í sjúkraþjálfun. Að loknu BS-prófi í geislafræði og í lífeindafræði tekur við 60 eininga nám á meistarastigi sem leiðir til starfsréttinda, samkvæmt nánari reglum þar að lútandi.
- Á eftir 3. málsl. 8. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Til að innritast í meistaranám í sjúkraþjálfun þarf stúdent að hafa lokið BS-prófi í sjúkraþjálfunarfræðum.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 102. gr. reglnanna:
- 4. og 5. málsl. 6. mgr. orðast svo: Kennslu í sjúkraþjálfunarfræðum skal haga þannig að unnt sé að ljúka námi til BS-prófs á þremur árum en heildarnámstími má ekki vera lengri en fjögur ár. Að því námi loknu tekur við 120 eininga nám til MS-prófs í sjúkraþjálfun en heildarnámstími má ekki vera lengri en þrjú ár.
- Í stað orðsins „sjúkraþjálfun“ í 1. málsl. 9. mgr. kemur: sjúkraþjálfunarfræðum og sjúkraþjálfun.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 105. gr. reglnanna:
- d-liður 1. mgr. orðast svo: Til MS-prófs í hagnýtri sálfræði.
- 6. mgr. orðast svo:
Nám til MS-prófs í sálfræði er 120 eininga einstaklingsbundið meistaranám að loknu BS-prófi í sálfræði.
- Á eftir 6. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
Nám til MS-prófs í hagnýtri sálfræði er 120 eininga meistaranám að loknu BS-prófi í sálfræði. Námið er verklegt og fræðilegt nám með vettvangstengingu og veitir nemendum þjálfun í að hagnýta sálfræðiþekkingu á ólíkum vettvangi. Námið veitir að auki undirbúning undir doktorsnám. Í náminu velja nemendur á milli þriggja kjörsviða.
5. gr.
Á eftir orðunum „kandídatsnám í sálfræði“ í lok 1. málsl. 8. mgr. 106. gr. reglnanna bætast við orðin: og MS-nám í hagnýtri sálfræði.
6. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 11. nóvember 2016.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
|