Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 991/2016

Nr. 991/2016 7. nóvember 2016

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 962/2013 um sameiginlegar kröfur til notenda loftrýmisins og verklagsreglur vegna notkunar árekstrarvara loftfara.

1. gr.

Eftirfarandi töluliður bætist við 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/583 frá 15. apríl 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1332/2011 um sameiginlegar kröfur um notkun loftrýmis og verklags­reglur fyrir árekstrarvara í flugi, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 156/2016 frá 8. júlí 2016. Reglugerðin er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins nr. 52 frá 22. september 2016, bls. 644.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. mgr. 28. gr., 28. gr. e., 28. gr. f og 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 7. nóvember 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.


B deild - Útgáfud.: 21. nóvember 2016