1. gr.
Á eftir 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. reglnanna bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Krafa um rannsóknastig, sbr. framangreint, skal vera í samræmi við starfshlutfall; þannig þarf kennari í 50% starfi að vera með 20 rannsóknastig á fyrstu fimm árunum í starfi.
2. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar samkvæmt heimild í 4. gr., 15. gr. og 17. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 7. apríl 2017.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
|