1. gr.
Við 10. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtalin reglugerðir sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1, um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 73/2010 frá 26. janúar 2010 um kröfur um gæði flugmálagagna og flugmálaupplýsinga fyrir samevrópska loftrýmið. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, 15. október 2015, bls. 1824.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1029/2014 frá 26. september 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 73/2010 um kröfur um gæði flugmálagagna og flugmálaupplýsinga fyrir samevrópska loftrýmið. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, 15. október 2015, bls. 1846.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 57. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 27. febrúar 2017.
F. h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
Sigurbergur Björnsson.
Gunnar Örn Indriðason.
|