1. gr.
4. gr. reglugerðarinnar með fyrirsögn orðast svo:
Aðilaskipti.
Þrátt fyrir ákvæði þessarar reglugerðar er Matvælastofnun heimilt í eftirfarandi tilvikum að staðfesta aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur, án þess að viðskiptin hafi verið gerð á markaði skv. 5. gr.:
-
Þegar aðilaskiptin að greiðslumarki fara fram milli aðila innan sama lögbýlis.
-
Þegar um er að ræða sölu á greiðslumarki frá einu lögbýli til annars lögbýlis innan sömu jarðtorfu (tvíbýlis- eða margbýlisjarðar, sbr. ákvæði landskiptalaga nr. 46/1941), þótt skipt hafi verið með landskiptum að hluta til, enda sé salan til þess fallin að auðvelda kynslóðaskipti og er að öðru leyti hagfelld.
-
Þegar greiðslumark er flutt milli tveggja lögbýla á jörð í eigu/ábúð handhafa greiðslumarks.
Beiðni um aðilaskipti samkvæmt a. og b. lið skal fylgja umsögn héraðsráðunautar.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 82. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. júní 2015.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Rebekka Hilmarsdóttir.
|