Í samræmi við bráðabirgðaákvæði I laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992, með síðari breytingum, og ákvæði 17. gr. reglna nr. 370/2010, um gjaldeyrismál, hefur Seðlabanki Íslands lokið endurskoðun á gildandi reglum nr. 370/2010, um gjaldeyrismál, og telur Seðlabankinn ekki þörf á að gera breytingar á þeim. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur veitt samþykki sitt fyrir óbreyttum reglum, með bréfi, dags. 27. október 2010. Reglur nr. 370/2010, um gjaldeyrismál, haldast því óbreyttar. Reglurnar skulu endurskoðaðar innan sex mánaða frá birtingu auglýsingar þessarar. Reykjavík, 29. október 2010. | Seðlabanki Íslands, | | Már Guðmundsson seðlabankastjóri. | Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. |
|