Gerð um endurskoðun evrópska einkaleyfasamningsins, sem samþykkt var í München 29. nóvember 2000 og birt var í C-deild Stjórnartíðinda 2004 (C1), öðlast gildi 13. desember 2007. Á sama tíma öðlast gildi ákvæði 40. gr. a, 40. gr. b, 1. mgr. 54. gr. og 87. gr. a í lögum nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum. Gerðin er endurskoðun á evrópska einkaleyfasamningnum sem gerður var í München 5. október 1973. Með ályktun 19. maí 2004 heimilaði Alþingi að Ísland gerðist aðili að gerðinni og voru þýska utanríkisráðuneytinu afhent aðildarskjöl vegna hennar 31. ágúst 2004. Iðnaðarráðuneytinu, 2. nóvember 2007. Össur Skarphéðinsson. Kristján Skarphéðinsson. |