Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið, að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga, að til að hljóta fullar beingreiðslur árið 2015 skuli fjöldi vetrarfóðraðs sauðfjár vera að lágmarki 0,7 á hvert ærgildi greiðslumarks á lögbýli. Ákvörðun þessi nær til framleiðslu almanaksárið 2015. Til að meta hvort skilyrði um lágmarksfjölda vetrarfóðraðs sauðfjár séu uppfyllt skal byggt á haustskýrslum sem sauðfjáreigendur senda Matvælastofnun og þeim upplýsingum sem stofnunin aflar með eftirliti skv. 10. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald. Auglýsing þessi er sett með heimild í 3. mgr. 39. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. september 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ása Þórhildur Þórðardóttir. |