Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 220/2015

Nr. 220/2015 18. febrúar 2015
REGLUR
um heiti og merkingu textílvara.

1. gr.

Innleiðing.

Með reglum þessum öðlast gildi eftirfarandi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun I og öðrum ákvæðum samn­ingsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993, með áorðnum breytingum:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 frá 27. september 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefja­samsetn­ingu textílvara og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 73/44/EBE og tilskip­unum Evrópuþingsins og ráðsins 96/73/EB og 2008/121/EB, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 158/2012 frá 28. september 2012, birt í EES-viðbæti nr. 54 frá 25. september 2014, bls. 937.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 286/2012 frá 27. janúar 2012 um breytingu á I. viðauka, til að fella inn nýtt heiti textíltrefja, og VIII. og IX. viðauka, í þeim tilgangi að laga þá að tækniframförum, reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2012 frá 7. desember 2012, birt í EES-viðbæti nr. 16 frá 14. mars 2013, bls. 84.

2. gr.

Tungumál.

Merkingar textílvöru samkvæmt reglugerð þessari skulu vera á íslensku, ensku eða Norður­landa­máli, öðru en finnsku.

Neytendastofu er þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar heimilt að krefjast þess að vara sem getur verið hættuleg við tiltekin skilyrði eða tiltekna notkun sé merkt með upplýsingum á íslensku um þá hættu, sbr. lög nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.

3. gr.

Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um brot gegn reglum þessum fer samkvæmt ákvæðum IX. kafla laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

4. gr.

Gildistaka og brottfall.

Reglur þessar, sem innleiða framangreindar reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1007/2011 og nr. 286/2012 eru settar með heimild í 18. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, öðlast gildi við birtingu. Jafnframt eru felldar úr gildi reglur nr. 408/2007 um aðferðir við magngreiningu textíltrefjablandna og reglur nr. 295/2010 um heiti og merkingu textílvara.

Neytendastofu, 18. febrúar 2015.

Tryggvi Axelsson.

Þórunn Anna Árnadóttir.

B deild - Útgáfud.: 4. mars 2015