1. gr.
Við lokamálslið 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist: ásamt greinargerð fagráðs, sbr. 11. gr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðinu „sbr. III.“ í lokamálslið kemur: og IV.
- Fyrirsögn ákvæðisins skal hljóða svo: Tegundir styrkja.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
- 1. mgr. 7. gr. skal hljóða svo: Lögaðilar, þ.m.t. sveitarfélög, að undanskildum A-hluta ríkisaðilum, geta sótt um styrki í Loftslags- og orkusjóð.
- Á eftir orðunum „A-hluta stofnana“ í a-lið 5. gr. kemur: eða sveitarfélaga.
- Á eftir orðunum „Kostnaður vegna reksturs“ í b-lið 5. mgr. kemur: félaga og.
4. gr.
4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Hafi umsækjandi áður hlotið styrk úr Loftslags- og orkusjóði til annars verkefnis er sjóðnum heimilt að hafna umsókn um frekari styrk ef óútskýrðar eða óhóflegar tafir hafa orðið á verkefni sem þegar nýtur styrks.
5. gr.
Í stað orðanna „8. gr.“ í 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar kemur: 7. gr.
6. gr.
Á eftir 10. gr. reglugerðarinnar kemur ný 11. gr. ásamt fyrirsögn og breytist röð annarra greina samkvæmt því:
Fagráð.
Að fenginni tillögu stjórnar skipar ráðherra ráðgefandi fagráð Loftslags- og orkusjóðs. Fagráðið skal skipað eigi færri en þremur sérfræðingum sem saman fara með þekkingu á loftslagsmálum, orkumálum og hringrásarhagkerfi. Að fenginni tillögu stjórnar gefur ráðherra út verklagsreglur fyrir fagráðið í samræmi við hlutverk sjóðsins.
Fagráð skilar stjórn Loftslags- og orkusjóðs skriflegri greinargerð þar sem fram kemur tillaga um forgangsröðun umsókna á grunni faglegs mats. Mat fagráðs á umsóknum skal ávallt byggjast á gæðum umsókna, ákvæðum reglugerðar þessarar og verklagsreglum fagráðs.
7. gr.
Á eftir orðinu „umsóknum“ í 2. málsl. 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar kemur: Með hliðsjón af tillögu í greinargerð fagráðs um forgangsröðun.
8. gr.
Á eftir III. kafla reglugerðarinnar kemur nýr kafli, IV. kafli, Styrkir til jarðhitaleitar, með fimm nýjum greinum, 23.–27. gr., ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
a. (23. gr.)
Styrkir til jarðhitaleitar.
Stjórn Loftslags- og orkusjóðs annast úthlutun styrkja til jarðhitaleitar samkvæmt ákvörðun og áherslum ráðherra og stjórnvalda hverju sinni. Styrkveitingum til jarðhitaleitar er ætlað að styðja við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar, sem og markmið í orkumálum, um tryggt orkuöryggi fyrir alla landsmenn, aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskap Íslands og jöfnun orkukostnaðar á landsvísu. Um veitingu styrkja til jarðhitaleitar fer samkvæmt reglugerð þessari og skal í því ferli óska eftir greinargerð ráðgefandi fagráðs með tillögu um forgangsröðun umsókna, sbr. 11. gr.
b. (24. gr.)
Auglýsingar.
Stjórn Loftslags- og orkusjóðs skal auglýsa hvenær og hvernig verður opið fyrir umsóknir um styrki til jarðhitaleitar. Í auglýsingu skulu koma fram upplýsingar um áherslur vegna styrkveitinga, þau skilyrði sem þarf til að standast styrkhæfni og leiðbeiningar um hvar og hvernig skuli sækja um.
c. (25. gr.)
Styrkhæfi verkefna og áherslur.
Styrkir samkvæmt kafla þessum eru veittir til sveitarfélaga, orkufyrirtækja eða aðila sem vinna í umboði fyrrnefndra aðila, til rannsókna á möguleikum til virkjunar og nýtingu jarðvarma. Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins, en einnig skal litið til eftirfarandi:
- Hvort verkefnið snúi að nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar.
- Hvort fyrri jarðhitarannsóknir á svæðinu sem um ræðir styðji við verkefnið.
- Hvort verkefnið sé á svæði þar sem þegar hefur fundist jarðhiti, en virkjun og lagning hitaveitukerfa hefur ekki raungerst og áhætta af jarðhitaþætti er þannig takmörkuð. Hér er vísað til beinnar nýtingar sem og nýtingar með varmadælum.
- Hvort um sé að ræða fjölda væntanlegra notenda og sparnað í niðurgreiðslu rafmagnskostnaðar til húshitunar.
- Hvort verkefni auki skilvirkni í rekstri fjarvarmaveitna og/eða tryggi áframhaldandi nýtingu á núverandi innviðum, eins og t.d. dreifikerfi fjarvarmaveitu.
- Hvort verkefnið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda, þ.e. notkun olíu sem varaafls til húshitunar verði hætt eða hún minnkuð.
- Hagkvæmni verkefnis, að teknu tilliti til síðari áfanga.
- Gæði þeirra áætlana og gagna sem send eru með umsókn, sem og stöðu undirbúnings verkefnis.
Auk framangreindra sjónarmiða er heimilt við mat á umsóknum og ákvörðun úthlutunar að taka tillit til sjónarmiða er fram koma í 2. mgr. 10. gr. eftir því sem við á.
Styrkir eru hvorki veittir til borunar vinnsluhola, né virkjunar jarðhita, án undangenginna rannsókna.
d. (26. gr.)
Umsóknir.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
- Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru.
- Nafn, kennitala, netfang og símanúmer þess sem annast samskipti við sjóðinn.
- Lýsing á verkefninu og því hvernig það samræmist markmiðum og skilgreindum áherslum styrkveitinga, þ. á m. 25. gr.
- Lýsing á þekkingu á jarðhita viðkomandi svæðis, með tilvísun í fyrri rannsóknir eftir því sem við á.
- Tíma- og verkáætlun.
- Sundurliðuð fjárhagsáætlun verkefnis og upplýsingar um fjármögnun.
- Lýsing á hagkvæmni verkefnis, að teknu tilliti til síðari áfanga.
e. (27. gr.)
Styrkhlutföll, styrkfjárhæðir o.fl.
Eftirfarandi skulu vera hámarks styrkhlutföll og styrkfjárhæðir í úthlutunum fyrir styrki vegna jarðhitaleitar:
- Styrkhlutfall skal vera 2/3 af heildarkostnaði verkefnisins.
Skipting greiðslna til styrkþega skal vera eftirfarandi:
- Fyrsta greiðsla við upphaf framkvæmda, 30% af styrkupphæð.
- Framvindugreiðsla, 30%, greiðist samkvæmt framlagningu gagna um framvindu verkefnis.
- Lokagreiðsla, 40% af styrkupphæð, fer fram þegar verkefni er lokið og lokaskýrslu um framkvæmd verks er skilað og hún samþykkt af Loftslags- og orkusjóði. Í þessu felst m.a. að afrit allra gagna hafi borist sjóðnum, þ. á m. yfirlit yfir kostnað, reikningar, borskýrslur, uppdrættir, skýrslur og greinargerð o.þ.h.
Ákvæði II. kafla um upplýsingagjöf og skýrslur, kynningarefni, endurkröfurétt og skilmála gilda að öðru leyti eftir því sem við á.
9. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga um Loftslags- og orkusjóð nr. 76/2020, öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 20. mars 2025.
Jóhann Páll Jóhannsson.
|