1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um starfsemi innlendra vátryggingafélaga og starfsemi erlendra vátryggingafélaga hér á landi, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. Þá gilda reglur þessar um vátryggingasamstæður, sbr. 1. gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður.
2. gr.
Sniðmát fyrir gagnaskil til Fjármálaeftirlitsins.
Reglur þessar eru settar til að innleiða framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) þar sem fram koma tæknilegir framkvæmdarstaðlar að því er varðar sniðmát fyrir gagnaskil vátryggingafélaga, eignarhaldsfélaga á vátryggingasviði og blandaðra eignarhaldsfélaga í fjármálastarfsemi til Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 31. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi og 31. og 32. gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður.
3. gr.
Innleiðing reglugerða.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2450 frá 2. desember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir gagnaskil til eftirlitsyfirvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 41. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 10. desember 2020, bls. 1-1223.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1868 frá 20. október 2016 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2450 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir gagnaskil til eftirlitsyfirvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 41. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 33-67.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2189 frá 24. nóvember 2017 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2450 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir framlagningu upplýsinga til eftirlitsyfirvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2019 frá 14. júní 2019 (óbirt). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 10. desember 2020, bls. 1224-1250.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1844 frá 23. nóvember 2018 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2450 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir gagnaskil til eftirlitsyfirvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2019 frá 14. júní 2019 (óbirt). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 10. desember 2020, bls. 1251-1300.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2103 frá 27. nóvember 2019 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2450 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir gagnaskil til eftirlitsyfirvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2020 frá 12. júní 2020 (óbirt). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37 frá 27. maí 2021, bls. 210-270.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 13. mgr. 31. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi og 7. mgr. 31. gr. og 6. mgr. 32. gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður, öðlast þegar gildi. Við gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 378/2021.
Seðlabanka Íslands, 30. september 2021.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
|