Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 321/2022

Nr. 321/2022 16. mars 2022

REGLUR
um afleiður og stöðustofnun fyrir fjármálagerninga.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga hvað varðar:

  1. Beitingu stöðuhámarka á hrávöruafleiður, skv. 98., 99. og 100. gr. laganna.
  2. Bein, veruleg og fyrirsjáanleg áhrif af afleiðusamningum innan Sambandsins og þau tilvik þar sem viðskiptaskyldan er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að reglur og skyldur séu snið­gengnar, skv. 28. gr. MiFIR.
  3. Viðskiptaskylduna skv. 28. og 32. gr. MiFIR.
  4. Viðmið til að ákvarða hvort afleiður sem falla undir stöðustofnunarskylduna ættu að falla undir viðskiptaskylduna, skv. 28. og 32. gr. MiFIR.
  5. Tilgreiningu stöðustofnunarskyldu fyrir afleiður sem viðskipti eru með á skipulegum markaði og tímaramma fyrir samþykkt stöðustofnunar, skv. 29. gr. MiFIR.
  6. Óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag, skv. 30. gr. MiFIR.
  7. Stöðustofnunaraðgang vegna viðskiptavettvanga og miðlægra mótaðila, skv. 35. og 36. gr. MiFIR.
  8. Aðgang að viðmiðunargildum, skv. 37. gr. MiFIR.

 

2. gr.

Tilvísanir.

Endurtryggingafélag með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2005/68/EB: Tilvísanir í reglum þessum til endurtryggingafélags með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2005/68/EB skal skilja sem til­vísanir til vátryggingafélags með starfsleyfi í endurtryggingum skv. lögum nr. 100/2016 um vátrygg­­ingastarfsemi.

Hrávöruafleiður skv. 10. lið bálks C í I. viðauka MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til hrávöru­afleiða sem skilgreindar eru í 10. lið bálks C í I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB skal skilja sem til­vísanir til hrávöruafleiða skv. g-lið 2. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Hrávöruafleiður skv. c-lið 44. liðar 1. mgr. 4. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til hrávöru­afleiða sem skilgreindar eru í c-lið 44. liðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til hrávöruafleiða skv. c-lið 63. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Lánastofnun með starfsleyfi í samræmi við CRD IV: Tilvísanir í reglum þessum til lánastofnunar með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2013/36/ESB skal skilja sem tilvísanir til lánastofnunar með starfs­leyfi skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lágmarkseiginfjárkröfur skv. f-lið 1. mgr. 47. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til lágmarks­eiginfjárkrafna skv. f-lið 1. mgr. 47. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til lágmarks hlutafjár skv. 6. tölulið 1. mgr. 78. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Lífeyrissjóður með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2003/41/EB: Tilvísanir í reglum þessum til stofnunar um starfstengdan lífeyri í skilningi a-liðar 6. gr. tilskipunar 2003/41/EB skal skilja sem tilvísanir til lífeyrissjóðs með starfsleyfi skv. lögum nr. 78/2007 um starfstengda lífeyrissjóði.

Líftryggingafélag með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2002/83/EB: Tilvísanir í reglum þessum til líftryggingafélags með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2002/83/EB skal skilja sem tilvísun til vátryggingafélags með starfsleyfi í líf- og heilsutryggingum skv. lögum nr. 100/2016 um vátrygg­inga­starfsemi.

Setning stöðuhámarks fyrir hrávöruafleiðusamning skv. 4. mgr. 57. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til setningar stöðuhámarks fyrir hrávöruafleiðusamning sem um getur í 4. mgr. 57. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til setningar stöðuhámarks skv. 98. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Sérhæfður sjóður skv. AIFMD: Tilvísanir í reglum þessum til sérhæfðs sjóðs (AIF) sem er stýrt af rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem hefur starfsleyfi eða er skráður í samræmi við tilskipun 2011/61/ESB skal skilja sem tilvísanir til sérhæfðs sjóðs (AIF) sem er stýrt af rekstraraðila sér­hæfðra sjóða sem hefur starfsleyfi eða er skráður skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sér­hæfðra sjóða.

Tilskipun 98/26/EB: Tilvísanir í reglum þessum til tilskipunar 98/26/EB skal skilja sem tilvísanir til laga nr. 90/1999 um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum.

Undanþága skv. 1. mgr. 57. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til undanþágu sem um getur í öðrum undirlið 1. mgr. 57. gr. tilskipunar 2014/65/ESB sem ófjárhagslegur aðili með stöðu í hrávöruafleiðu sem telst draga úr áhættu skal sækja um skal skilja sem tilvísanir til undanþágu skv. 2. mgr. 98. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Vátryggingafélag með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 73/239/EBE: Tilvísanir í reglum þessum til vátryggingafélags með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 73/239/EBE skal skilja sem tilvísanir til vátryggingafélags með starfsleyfi í skaðatryggingum skv. lögum nr. 100/2016 um vátrygginga­starfsemi.

Verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi í samræmi við MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til verðbréfa­fyrirtækis með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfa­fyrirtækis með starfsleyfi skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Verðbréfafyrirtæki sem eru viðskiptavakar í samræmi við 7. lið 1. mgr. 4. gr. MiFID II: Tilvís­anir í reglum þessum til verðbréfafyrirtækja sem eru viðskiptavakar í samræmi við 7. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfafyrirtækja sem eru viðskiptavakar skv. 67. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Verðbréfasjóður með starfsleyfi í samræmi við UCITS:Tilvísanir í reglum þessum til verðbréfa­sjóðs (UCITS) og rekstrarfélags hans með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2009/65/EB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfasjóðs (UCITS) og rekstrarfélags hans með starfsleyfi skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 11. nóvember 2021, bls. 248-260 og 273-279, nr. 78 frá 9. desember 2021, bls. 1-9, 20-23 og 364-380 og nr. 16 frá 10. mars 2022, bls. 6-11, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 88 frá 31. október 2019, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2020 frá 26. maí 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármála­gerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um viðmið til að ákvarða hvort afleiður sem falla undir stöðustofnunarskylduna ættu að falla undir viðskiptaskylduna.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2021 frá 2. júní 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármála­gerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um aðgang að viðmiðunargildum.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/579 frá 13. júní 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjár­mála­­gerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um bein, veruleg og fyrirsjáanleg áhrif af afleiðusamningum innan Sambandsins og að koma í veg fyrir að reglur og skyldur séu snið­gengnar.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/581 frá 24. júní 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um stöðustofnunaraðgang vegna viðskiptavettvanga og miðlægra mót­aðila.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/582 frá 29. júní 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla sem tilgreina stöðustofnunarskyldu fyrir afleiður sem viðskipti eru með á skipu­legum markaði og tímaramma fyrir samþykkt stöðustofnunar.
  6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/591 frá 1. desember 2016 um við­bætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir beitingu stöðuhámarka á hrávöruafleiður.
  7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2154 frá 22. september 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag.
  8. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2417 frá 17. nóvember 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um viðskiptaskyldu vegna tiltek­inna afleiðna.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 6. mgr. 98. gr., 5. mgr. 99. gr., 4. mgr. 100. gr. og 20., 21., 22., 24., 26., 27. og 28. tölulið 2. mgr. 145. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármála­gerninga, taka gildi þegar í stað. Á sama tíma falla úr gildi reglur nr. 234/2022 um afleiður og stöðu­stofnun fyrir fjármálagerninga.

 

Seðlabanka Íslands, 16. mars 2022.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 17. mars 2022