Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 240/2022

Nr. 240/2022 14. febrúar 2022

REGLUR
Múlaþings um styrk vegna fsteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstarfsemi.

1. gr.

Samkvæmt 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005, sbr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, getur Múlaþing veitt styrki vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstarfsemi.

 

2. gr.

Félagasamtök geta sótt um og fengið styrk hjá sveitarfélaginu vegna álagningar fasteignaskatts á húsnæði í þeirra eigu, sem nýtt er til ofangreindrar starfsemi. Styrkurinn nemur mismun á álagningu fasteignaskatts samkvæmt C-flokki sem lagður er á slíkt atvinnuhúsnæði og álagningu á viðkomandi húsnæði samkvæmt A-flokki. Af umræddu húsnæði greiðir eigandi því fasteignaskatt eins og um íbúðarhúsnæði væri að ræða.

 

3. gr.

Umsóknum skal skila til Múlaþings fyrir 31. janúar ár hvert. Í umsókninni komi fram lýsing á starfsemi sem fer að jafnaði fram í húsnæðinu og frávikum frá henni ef þau eru til staðar. Ef það húsnæði sem sótt eru um styrk fyrir er leigt út t.d. til veisluhalds, verslunarstarfsemi, dans­leikja­halds eða ferðaþjónustu, reiknast styrkurinn sem ákveðið hlutfall af nýtingu hússins. Heimilt er sveitar­félaginu að óska eftir frekari skýringum og gögnum hjá umsækjanda sem sýna fram á nýtingu hús­næðisins.

 

4. gr.

Af atvinnuhúsnæði sem sveitarfélagið er leigjandi að undir ofangreinda starfsemi greiðist fullur fasteignaskattur, enda skal gert ráð fyrir því í forsendum við útreikning húsaleigunnar.

 

5. gr.

Halda skal skrá yfir það húsnæði sem nýtur umræddra styrkja og skal hún lögð fyrir og staðfest af byggðarráði í upphafi hvers árs.

 

6. gr.

Reglur þessar öðlast þegar gildi.

Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 9. febrúar 2022.

 

Egilsstöðum, 14. febrúar 2022.

 

Björn Ingimarsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 28. febrúar 2022