1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglnanna:
- 7. og 8. málsliður 1. mgr. undir staflið a, Kandídatsnám í tannlækningum, orðast svo: Þegar tveir eða fleiri nemendur hafa sömu meðaleinkunn og velja þarf á milli þeirra ræður forgangsröðun einkunna, þannig að sá nemandi sem hefur hæstu einkunn í fræðilegri formfræði tanna heldur áfram námi. Ef tveir nemar hafa sömu einkunn í þeirri grein þá ræður hæsta einkunn í almennri líffræði, því næst hæsta einkunn í efnafræði, þá í vefjafræði og að síðustu hæsta einkunn í verklegri formfræði tanna.
- Í 1. málslið 1. mgr. undir staflið b, BS nám í tannsmíði, falla brott orðin „af bóknámsbraut“.
- 7. og 8. málsliður 1. mgr. undir staflið b orðast svo: Þegar tveir eða fleiri nemendur hafa sömu meðaleinkunn og velja þarf á milli þeirra ræður forgangsröðun einkunna, þannig að sá nemandi sem hefur hæstu einkunn í fræðilegri formfræði tanna heldur áfram námi. Ef tveir nemar hafa sömu einkunn í þeirri grein þá ræður hæsta einkunn í fagvitund starfsstéttar, því næst hæsta einkunn í almennri efnafræði, síðan hæsta einkunn í líffærafræði og að síðustu hæsta einkunn í verklegri formfræði tanna.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglnanna:
- Í upptalningu á námskeiðum og vægi þeirra undir staflið a, Kandídatsnám í tannlækningum, breytist einingafjöldi einstakra námskeiða sem hér segir: (i) Í stað „3e“ aftan við námskeiðsheitið „Formfræði tanna, fræðileg“ kemur: 5e. (ii) Í stað „3e“ aftan við námskeiðsheitið „Vefjafræði“ kemur: 1e.
- Í upptalningu á námskeiðum og vægi þeirra undir staflið b, BS nám í tannsmíði, breytist einingafjöldi einstakra námskeiða sem hér segir: (i) Í stað „8e“ aftan við námskeiðsheitið „Efnafræði I“ kemur: 6e. (ii) Í stað „3e“ aftan við námskeiðsheitið „Formfræði tanna, fræðileg“ kemur: 5e.
3. gr.
Í stað orðanna „fyrir 10. janúar“ í 1. málslið 1. mgr. 4. gr. reglnanna kemur: fyrir jól.
4. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu heilbrigðisvísindasviðs, eru settar með heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 8. maí 2020.
Jón Atli Benediktsson.
|