1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna „og nr. 160/2023 frá 13. júní 2023“ í inngangsmálslið greinarinnar kemur: nr. 160/2023 frá 13. júní 2023 og nr. 31/2024 frá 2. febrúar 2024.
- Við 1. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2485 frá 27. júní 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2021/2139 með því að fastsetja tæknileg matsviðmið til viðbótar til að ákvarða við hvaða skilyrði tiltekin atvinnustarfsemi telst stuðla verulega að mótvægi við loftslagsbreytingar eða aðlögun að loftslagsbreytingum og til að ákvarða hvort þessi starfsemi veldur umtalsverðu tjóni á einhverjum hinna umhverfismarkmiðanna, sem birt er í fylgiskjali 1 með reglugerð þessari.
- Við 2. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
5. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2486 frá 27. júní 2023 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 með því að fastsetja tæknileg matsviðmið til að ákvarða með hvaða skilyrðum atvinnustarfsemi telst stuðla verulega að sjálfbærri notkun og verndun vatns og sjávarauðlinda, umskiptum yfir í hringrásarhagkerfi, mengunarvörnum og -eftirliti eða vernd og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa og til að ákvarða hvort þessi atvinnustarfsemi veldur umtalsverðu tjóni á einhverjum öðrum almennum umhverfismarkmiðum og um viðbætur við framselda reglugerð (ESB) 2021/2178 að því er varðar sérstaka opinbera birtingu upplýsinga fyrir þessa atvinnustarfsemi, sem birt er í fylgiskjali 2 með reglugerð þessari.
- Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2486 frá 27. júní 2023 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 með því að fastsetja tæknileg matsviðmið til að ákvarða með hvaða skilyrðum atvinnustarfsemi telst stuðla verulega að sjálfbærri notkun og verndun vatns og sjávarauðlinda, umskiptum yfir í hringrásarhagkerfi, mengunarvörnum og -eftirliti eða vernd og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa og til að ákvarða hvort þessi atvinnustarfsemi veldur umtalsverðu tjóni á einhverjum öðrum almennum umhverfismarkmiðum og um viðbætur við framselda reglugerð (ESB) 2021/2178 að því er varðar sérstaka opinbera birtingu upplýsinga fyrir þessa atvinnustarfsemi, sem birt er í fylgiskjali 2 með reglugerð þessari.
2. gr.
Við reglugerðina bætast tvö ný fylgiskjöl sem eru birt með reglugerð þessari.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 8. gr. laga um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, nr. 25/2023, öðlast gildi 1. janúar 2025.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 16. október 2024.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Fylgiskjöl. (sjá PDF-skjal)
|