1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um tilkynningar Fjármálaeftirlitsins skv. 1. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði (EuSEF), sbr. lög nr. 31/2022 um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði.
2. gr.
Form tilkynninga Fjármálaeftirlitsins.
Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 346/2013 er þess krafist af lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríkjum EuSEF að þau tilkynni gistiaðildarríkjum og Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni (ESMA) um atvik sem tengjast vegabréfum rekstraraðila EuSEF. Samkvæmt 3. mgr. 22. gr. sömu reglugerðar tekur tilkynningarskyldan jafnframt til þess er rekstraraðilar EuSEF eru teknir af skránni. Reglur þessar eru settar til að innleiða tæknilega framkvæmdarstaðla sem mæla fyrir um form slíkra tilkynninga og Fjármálaeftirlitinu ber að taka mið af.
3. gr.
Innleiðing reglugerðar (ESB).
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 594/2014 frá 3. júní 2014, um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar form tilkynninga samkvæmt 1. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2018 frá 23. mars 2018, bls. 51. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 23. apríl 2020, bls. 42-44.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 3. tölul. 4. mgr. 16. gr. laga nr. 31/2022, um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði, öðlast gildi 1. júlí 2022.
Seðlabanka Íslands, 27. júní 2022.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Björk Sigurgísladóttir framkvæmdastjóri. |
|