1. gr.
Í stað ákvæðis til bráðabirgða við reglugerðina kemur nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Til 1. janúar 2026 er flutningur sýna sem tekin eru til greiningar á MPX veirusýkingu (e. mpox) einnig heimill að fullnægt sé kröfum sem gerðar eru við flutning efna í flokki UN 3373 eða UN 3291, eftir því sem við á.
Skal þess þá getið á flutningsskjali að flutningurinn sé í samræmi við marghliða samkomulag M347 um flutning MPX veirusýna (e. mpox), með orðunum e. „Carriage in accordance with Multilateral Agreement M347“.
2. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 31. maí 2024.
Svandís Svavarsdóttir.
|