1. gr.
Frá og með 15. desember 2017 eru allar veiðar á ígulkerjum óheimilar á veiðisvæði í innanverðum Breiðafirði, svokölluðu austursvæði. Bannsvæðið afmarkast af svæði sem er austan við línu sem dregin er milli eftirgreindra hnita 65°08ʹN, 22°31ʹV og 65°04ʹN, 22°25ʹV.
2. gr.
Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti sakamála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi og fellur úr gildi 31. ágúst 2018.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. desember 2017.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jóhann Guðmundsson.
|