1. gr.
Til að mæta kostnaði sem ríkisskattstjóri hefur af samningu bindandi álita um skattaleg áhrif fyrirhugaðra ráðstafana álitsbeiðanda skal greiða gjald eftir því sem kveðið er á um í gjaldskrá þessari.
2. gr.
Við framlagningu beiðni um bindandi álit skal greiða grunngjald 150.000 kr. Fyrir hverja klukkustund umfram 10 vinnustundir við samningu bindandi álits skal að auki greiða 15.000 kr.
Sé beiðni um bindandi álit dregin til baka er heimilt að endurgreiða grunngjald að fullu, enda hafi engin vinna átt sér stað umfram skráningu erindisins. Ef beiðni um bindandi álit er vísað frá er heimilt, með hliðsjón af vinnuframlagi, að endurgreiða allt að helming grunngjaldsins.
3. gr.
Gjaldskrá þessi, sem sett er skv. 7. gr. laga nr. 91/1998, um bindandi álit í skattamálum, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og tekur til erinda sem berast frá og með gildistökudegi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 28. maí 2019.
F. h. r.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.
Ása Ögmundsdóttir.
|