1. gr.
2. og 3. málsl. stafliðar a í 16. gr. reglnanna, undir „Form doktorsritgerðar“, breytast og orðast svo: Slík ritgerð skal byggð á ígildi a.m.k. þriggja vísindagreina sem hafa verið birtar, samþykktar eða sendar til birtingar í viðurkenndum ritrýndum tímaritum. Skulu ekki færri en tvær greinar vera endanlega samþykktar til birtingar af ritstjórnum ritrýndra tímarita.
2. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu heilbrigðisvísindasviðs, eru settar í samræmi við VI. kafla reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 og með heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar hafa verið samþykktar af deildum heilbrigðisvísindasviðs, stjórn fræðasviðsins og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 4. október 2019.
Jón Atli Benediktsson.
|