1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga hvað varðar:
- Samstarf og upplýsingagjöf milli eftirlitsstjórnvalda, skv. 133.-140. gr. laganna.
- Samráðsferli milli eftirlitsstjórnvalda vegna tilkynninga um virka eignarhluti, skv. 12. gr. laganna.
2. gr.
Innleiðing reglugerða.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20. frá 24. mars 2022, bls. 4-8, 69-81 og 92-125, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 88 frá 31. október 2019 bls. 7-19, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/586 frá 14. júlí 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda í tengslum við samstarf við eftirlit, sannprófanir á staðnum og rannsóknir.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/980 frá 7. júní 2017 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklagsreglur fyrir samstarf við eftirlitsstarfsemi, sannprófanir á staðnum, rannsóknir og upplýsingaskipti milli eftirlitsyfirvalda í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/988 frá 6. júní 2017 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklagsreglur fyrir samstarfsfyrirkomulag að því er snertir viðskiptavettvang með starfsemi í gistiaðildarríki sem er verulega mikilvæg.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1111 frá 22. júní 2017 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklag og eyðublöð fyrir framlagningu upplýsinga um viðurlög og ráðstafanir í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1944 frá 13. júní 2017 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklagsreglur fyrir samráðsferli milli viðkomandi lögbærra yfirvalda í tengslum við tilkynningu um fyrirhuguð kaup á virkum eignarhlut í verðbréfafyrirtæki í samræmi við tilskipanir Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB og 2014/65/ESB.
3. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 7. mgr. 12. gr., 10. mgr. 133. gr., 6. mgr. 134. gr., 3. mgr. 136. gr. og 4. mgr. 137. gr., laga nr. 115/2021 um markaði með fjármálagerninga, taka gildi þegar í stað.
Seðlabanka Íslands, 11. júlí 2022.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
|