1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2022, frá 18. mars 2022, öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1008 frá 21. júní 2021 um breytingu á I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/620 að því er varðar sjúkdómslausa stöðu Króatíu og svæðis í Portúgal með tilliti til sýkingar af völdum Brucella abortus, B. melitensis og B. suis í nautgripastofnum, um breytingu á VIII. viðauka við hana að því er varðar sjúkdómslausa stöðu Litáens (Lietuva) og tiltekinna svæða í Þýskalandi, á Ítalíu og í Portúgal með tilliti til sýkingar af völdum blátunguveiru (sermigerðir 124) og um breytingu á XIII. viðauka við hana að því er varðar sjúkdómslausa stöðu Danmerkur og Finnlands með tilliti til iðradreps. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 36.
Reglugerðin skal gilda með þeim aðlögunum sem fram koma í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2022 og þeim takmörkunum sem leiða af I. kafla I. viðauka við EES-samninginn.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 54/1990, um innflutning dýra, lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lög nr. 93/1995, um matvæli, lög nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lög nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lög nr. 71/2008, um fiskeldi.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 20. maí 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
|