1. gr.
Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 34. gr. reglnanna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er einnig hægt að ráða starfsmann í sameiginlegt akademískt starf með starfsskyldum við fleiri en eitt fræðasvið og/eða deildir tveggja fræðasviða, sbr. 44. gr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr. reglnanna:
- Á eftir 2. málsl. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar um er að ræða sameiginleg akademísk störf með starfsskyldum við fleiri en eitt fræðasvið og/eða deildir tveggja fræðasviða er skipuð sérstök valnefnd, sbr. 7. mgr.
- Í stað orðsins „menn“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur orðið: einstaklingar.
- Aftan við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þegar um er að ræða sameiginleg akademísk störf með starfsskyldum við fleiri en eitt fræðasvið og/eða deildir tveggja fræðasviða er skipan valnefndar eftirfarandi:
- Einn fulltrúi tilnefndur af rektor, sem jafnframt er formaður valnefndar.
- Deildarforsetar þeirra tveggja deilda sem starfinu tengjast.
- Tveir fulltrúar tilnefndir hvor um sig af viðkomandi deildum hverju sinni og skulu þeir vera sérfræðingar á sviði starfsins.
3. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 11. október 2022.
Jón Atli Benediktsson.
|