1. gr.
Í stað núgildandi viðauka I kemur uppfærður viðauki I sem birtur er sem fylgiskjal með reglum þessum.
2. gr.
Við 46. gr. bætist ný málsgrein til bráðabirgða vegna reikningsáranna 2021 og 2022, svohljóðandi:
Ef forsendur tryggingafræðilegrar athugunar byggja á dánar- og eftirlifendatöflum byggðum á reynslu áranna 2014-2018 skal birta yfirlit um tryggingafræðilega stöðu samkvæmt niðurstöðu reiknilíkans, sem byggir á forsendum um breytt lífslíkindi til framtíðar, í skýringum.
3. gr.
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 40. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Reglurnar öðlast þegar gildi og skulu koma til framkvæmda við gerð ársreikninga fyrir reikningsskilaárið 2021.
Seðlabanka Íslands, 28. desember 2021.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
VIÐAUKI (sjá PDF-skjal)
|