Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 984/2022

Nr. 984/2022 12. ágúst 2022

REGLUGERÐ
um (14.) breytingu á reglugerð nr. 630/2007, um ólífrænan áburð.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Svo hægt sé að tryggja nægilegt framboð á tilbúnum áburði fyrir árið 2023 skal, þrátt fyrir 3. gr. reglugerðar þessarar, vera heimilt til ársloka 2023 að flytja inn og nota hérlendis ólífrænan áburð, sem inniheldur fosfór og inniheldur kadmíum að hámarki 150 mg Cd/kg P eða 66 mg Cd/kg P2O5. Leggja skal fram staðfestingu á kadmíuminnihaldi skv. ákvæðum 3. gr., önnur skilyrði reglugerðar­innar standa óbreytt.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 12. ágúst 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


B deild - Útgáfud.: 31. ágúst 2022