Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 298/2025

Nr. 298/2025 7. mars 2025

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1582/2024, um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

1. gr.

8. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Sjúkratryggðir greiða 500 kr. fyrir röntgenmynda­töku af brjóstum (e. mammography) vegna krabbameinsleitar. Aldraðir og öryrkjar greiða ekkert gjald.

 

2. gr.

Í stað „37. gr.“ í 34. gr. reglugerðarinnar kemur: 38. gr.

 

3. gr.

Í stað „2. og 4. mgr. 14. gr.“ á bls. 1 í fylgiskjali með reglugerðinni kemur: 17. gr.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 29. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, sbr. 38. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, öðlast gildi 1. apríl 2025.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 7. mars 2025.

 

Alma D. Möller
heilbrigðisráðherra.

Sigurður Kári Árnason.


B deild - Útgáfud.: 21. mars 2025