1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:
- 8. mgr. orðast svo í heild sinni:
Ef fleiri en 20 umsækjendur uppfylla inntökuskilyrðin mun val nemenda taka mið af: námsárangri í fyrra námi og innsendum gögnum umsækjanda.
- Orðið „þremur“ í 9. mgr. fellur brott.
2. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla.
Háskóla Íslands, 13. janúar 2025.
Jón Atli Benediktsson.
|