Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 361/2022

Nr. 361/2022 9. mars 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 950/2017, um sérleyfissamninga um verk eða þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins.

1. gr.

1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar um viðmiðunarfjárhæðir orðist svo:

Reglugerðin gildir um sérleyfi þar sem áætlað verðmæti samnings, án virðisaukaskatts, er jafnt eða meira en 808.914.000 kr.

 

2. gr.

Við 34. gr. reglugerðarinnar um form tilkynninga og birtingu þeirra bætist við ný málsgrein sem orðist svo:

Tilkynningar um sérleyfi skv. 32. gr. skal einnig auglýsa opinberlega á útboðsvef (utbodsvefur.is) sem er sameiginlegur auglýsingavettvangur fyrir opinber útboð.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1951 frá 10. nóvember 2021 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/23/ESB að því er varðar viðmiðunarfjárhæð vegna sérleyfa.

Reglugerðin er sett með heimild í 3. mgr. 12. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og öðlast þegar gildi, en við gildistöku hennar fellur úr gildi reglugerð nr. 263/2020 um breytingu á reglugerð nr. 950/2017, um sérleyfissamninga um verk eða þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 9. mars 2022.

 

F. h. r.

Sigurður H. Helgason.

Hrafn Hlynsson.


B deild - Útgáfud.: 28. mars 2022