Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 312/2021

Nr. 312/2021 5. mars 2021

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 549/2010 fyrir Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir við Háskóla Íslands.

1. gr.

Í stað orðanna „verkfræði- og náttúruvísindasviði“ í 2. málsl. 1 mgr. 1. gr. reglnanna kemur: félagsvísindasviði.

 

2. gr.

Á eftir orðunum „sjálfbærrar þróunar“ í 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. reglnanna bætast við orðin: sérstak­lega í tengslum við þverfræðilegt meistara- og doktorsnám í umhverfis- og auðlinda­fræði, sbr. reglur nr. 214/2011.

 

3. gr.

3. gr. reglnanna, um skipulag, fellur niður og breytast númer næstu fimm greina í samræmi við það.

 

4. gr.

Í stað orðanna „verkfræði- og náttúruvísindasviðs“ í 1. og 3. málsl. 1. mgr. núverandi 5. gr. regln­anna kemur: félagsvísindasviðs.

 

5. gr.

Í stað orðsins „Framkvæmdastjóri“ í upphafi 1. málsl. 2. mgr. núverandi 6. gr. reglnanna kemur: Forstöðumaður.

 

6. gr.

Í stað orðanna „verkfræði- og náttúruvísindasviðs“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. núver­andi 7. gr. reglnanna kemur: félagsvísindasviðs.

 

7. gr.

Núverandi 8. gr. reglnanna, um starfslið, breytist og orðast svo:

Forseti félagsvísindasviðs ræður forstöðumann stofnunarinnar samkvæmt tillögu stjórnar og setur honum erindisbréf. Forstöðumaður annast daglegan rekstur stofnunarinnar, aflar henni verkefna og tekna, annast áætlanagerð, fjármál og starfsmannamál og sér að öðru leyti um framkvæmd á þeim málum sem stjórnin felur honum. Forstöðumaður er í starfi sínu ábyrgur gagnvart stjórn.

Um ráðningu starfsfólks fer að öðru leyti eftir ákvæðum reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.

 

8. gr.

Núverandi 9. gr. reglnanna, um framkvæmdastjóra og forstöðumenn stofa, fellur niður og breytast númer þeirra greina sem á eftir koma í samræmi við það.

 

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á núverandi 11. gr. reglnanna:

  1. Stafliður a í 1. mgr. orðast svo: fjárveitingar frá háskólaráði vegna forstöðumanns og skrifstofuaðstöðu og samkvæmt samningi á milli fræðasviða, sbr. 1. gr.
  2. 2. mgr. orðast svo:
      Stofnunin lýtur sömu reglum um meðferð stjórnunar- og aðstöðugjalds af sértekjum og greiðir sama hlutfall og deildir félagsvísindasviðs til jöfnunar fjárveitinga innan fræðasviðs­ins.

 

10. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt á grundvelli heimildar í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 5. mars 2021.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 23. mars 2021