Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 909/2017

Nr. 909/2017 16. október 2017

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu og sorpeyðingu fyrir heimili og frístundahús í Sveitarfélaginu Hornafirði.

1. gr.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar er heimilt að leggja á sérstakt gjald vegna meðferðar úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Árlegt grunngjald vegna sorphirðu, sorpeyðingar og endurvinnslu í sveitarfélaginu er sem hér segir.

Íbúðir:

  Einingargjald sorphirðu á íbúð er 19.294 kr.
  Einingargjald sorpeyðingar er 12.128 kr.
  Óski greiðendur eftir fleiri sorpílátum greiðist viðbótargjald.  
  Sorphirðu- og sorpeyðingargjald fyrir 240 l tunnu 16.400 kr.
  Lífrænt ílát 14.400 kr.
  Græn tunna 14.400 kr.

Hver húseigandi sem greiðir ofangreint gjald fyrir íbúð fær afhent eitt klippikort á ári.

Eitt klipp af klippikorti sem húseigendur fá afhent samsvarar 4 m³. Á hverju klippikorti eru 16 klipp, hvert klipp er 0,25 m³. Aukaklippikort fyrir 4 m³ kostar 8.000 kr. Miðað er við að 0,25 m³ geti verið allt að 25 kg.

Á hvert frístundahús er heimilt að leggja sérstakt gjald vegna sorphirðu og/eða sorpeyðingar. Þar sem sumarbústaðir eru 20 eða fleiri skal leggja á sérstakt gjald fyrir sorphirðu að viðbættu sorp­eyðingargjaldi enda verður komið upp gámasvæði við sumarbústaðahverfi með yfir 20 bústöðum eða fleiri yfir mesta ferðamannatímann frá 1. júní – 1. september. Í sumarhúsahverfum með færri en 20 bústaði eru eingöngu lögð á gjöld vegna sorpeyðingar.

  Sorphirðugjald þar sem eru fleiri en 20 frístundahús 3.500 kr.
  Sorpeyðingargjald fyrir frístundahús 4.800 kr.

2. gr.

Gjald fyrir sorphirðu og -eyðingu samkvæmt 1. gr. er lagt á hverja íbúð í lögsagnarumdæmi sveitarfélagsins og er það innheimt með fasteignagjöldum.

3. gr.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með fjár­námi hjá viðkomandi án undangengins dóms, sbr. 4. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um með­höndlun úrgangs og 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Gjöld eru tryggð með lögveðsrétti í við­kom­andi fasteign í tvö ár eftir gjalddaga sbr. lokamálsgrein 25. gr. laga um hollustuhætti og meng­unar­varnir nr. 7/1998.

4. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af bæjarráði þann 9. október 2017 og staðfest af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar þann 12. október 2017 samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998.

Gjaldskráin tekur gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá nr. 201/2015.

Sveitarfélaginu Hornafirði, 16. október 2017.

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 30. október 2017