Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 327/2025

Nr. 327/2025 27. febrúar 2025

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1163/2024 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/4 um framleiðslu á lyfjablönduðu fóðri, setningu þess á markað og notkun, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005 og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/167/EBE.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1229 frá 20. febrúar 2024 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/4 með því að fastsetja sérstök hámarksgildi fyrir víxlmengun af völdum efna með örverueyðandi virkni í utanmarkhóps­fóðri og aðferðir til greiningar á þessum efnum í fóðri. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 253/2024 frá 6. desember 2024. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 413.

 

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Á sama tíma fellur brott reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/4 frá 11. desember 2018 um framleiðslu á lyfjablönduðu fóðri, setningu þess á markað og notkun, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005 og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/167/EBE, nr. 342/2023.

 

Matvælaráðuneytinu, 27. febrúar 2025.

 

Hanna Katrín Friðriksson
atvinnuvegaráðherra.

Svava Pétursdóttir.


B deild - Útgáfud.: 28. mars 2025