1. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 47. gr. samþykktarinnar:
Við C-lið bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Umdæmisráð barnaverndar. Samkvæmt samningi um rekstur umdæmisráðs landsbyggða skipa aðildarsveitarfélögin fimm manna valnefnd sem fer með umboð sveitarfélaganna til skipunar í umdæmisráð barnaverndar. Skipunartími umdæmisráðs er fimm ár.
- Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar fer Akureyrarbær með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem ekki eru falin öðrum.
2. gr.
Samþykkt þessi sem sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 18. apríl 2023.
F. h. r.
Aðalsteinn Þorsteinsson.
|