1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem hafa heimild fjármálaeftirlitsins til að beita innri aðferðum við mat á áhættuþáttum í útreikningi á áhættugrunni skv. 109. gr. ee laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og um eftirlit með notkun innri aðferða.
2. gr.
Upplýsingagjöf og eftirlit með notkun innri aðferða.
Fjármálafyrirtæki, sem skylt er að veita fjármálaeftirlitinu og Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni upplýsingar um notkun innri aðferða skv. 109. gr. hh laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, skal skila gögnum í samræmi við reglugerð (ESB) 2016/2070, með síðari breytingum, sbr. 3. gr. Gögnum skal skilað á því formi og með þeirri tíðni sem tilgreind er í reglugerðinni.
Um mat fjármálaeftirlitsins á gæðum innri aðferða fjármálafyrirtækja skv. 109. gr. ff laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og miðlun þessara mata á milli eftirlitsstjórnvalda, fer eftir reglugerð (ESB) 2017/180, sbr. 3. gr.
3. gr.
Innleiðing reglugerða.
Með reglum þessum öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2070 frá 14. september 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir sniðmát, skilgreiningar og upplýsingatæknilausnir sem stofnanir eiga að nota við skýrslugjöf til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar og lögbærra yfirvalda í samræmi við 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/180 frá 24. október 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir viðmiðunarmatsstaðla eignasafns og málsmeðferðir við miðlun á mati, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 355-363.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1486 frá 10. júlí 2017 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasöfn og leiðbeiningar fyrir skýrslugjöf, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 77.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/688 frá 23. mars 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasöfn, sniðmát fyrir skýrslugjöf og leiðbeiningar fyrir skýrslugjöf, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2020 frá 30. apríl 2020 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 9. mars 2023, bls. 33.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/439 frá 15. febrúar 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasafn, skýrslusniðmát og skýrslugjafarfyrirmæli sem beita á í Sambandinu fyrir skýrslugjöfina sem um getur í 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 17/2020 frá 7. febrúar 2020 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 13 frá 16. febrúar 2023, bls. 37.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1971 frá 13. september 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2070 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir sniðmát, skilgreiningar og upplýsingatæknilausnir sem stofnanir eiga að nota við skýrslugjöf til Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar og lögbærra yfirvalda í samræmi við 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2022 frá 29. apríl 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 61 frá 22. september 2022, bls. 98.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2017 frá 13. september 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasafn, skýrslusniðmát og skýrslugjafarfyrirmæli sem beita á í Sambandinu fyrir skýrslugjöfina sem um getur í 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2022 frá 29. apríl 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 61 frá 22. september 2022, bls. 99.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/951 frá 24. maí 2022 um breytingu á tæknilegum framkvæmdarstöðlum sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasöfn, skýrslusniðmát og skýrslugjafarfyrirmæli sem beita á í Sambandinu fyrir skýrslugjöfina sem um getur í 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 327/2022 frá 9. desember 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48 frá 29. júní 2023, bls. 62.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/313 frá 15. desember 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasafn, skýrslusniðmát og leiðbeiningar fyrir skýrslugjöf skv. 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 184/2023 frá 5. júlí 2023 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 21. mars 2024, bls. 11.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/348 frá 19. janúar 2024 um breytingu á tæknilegum framkvæmdarstöðlum sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/2070 að því er varðar viðmiðunareignasafn, skýrslusniðmát og leiðbeiningar fyrir skýrslugjöf sem um getur í 2. mgr. 78. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES‑nefndarinnar nr. 2013/2024 frá 23. september 2024.
Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2070, 2017/1486, 2018/688, 2019/439, 2021/1971, 2021/2017, 2022/951, 2023/313 og 2024/348 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union):
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32016R2070, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 328, þann 2. desember 2016, bls. 1-1422;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32017R1486, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 225, þann 31. ágúst 2017, bls. 1-2833;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32018R0688, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 124, þann 18. maí 2018, bls. 1-6351;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32019R0439, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 90, þann 29. mars 2019, bls. 1-4970;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32021R1971, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 412, þann 19. nóvember 2021, bls. 1-2763;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32021R2017, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 424, þann 26. nóvember 2021, bls. 1-2861;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32022R0951, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 174, þann 30. júní 2022, bls. 1-2889;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX%3A32023R0313, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 46, þann 14. febrúar 2023, bls. 1-2419;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX%3A32024R0348, birt í OJ deild L, undirdeild R, 2024/348, þann 8. mars 2024.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 13. tölul. 1. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Við gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 1090/2023 um eftirlit með notkun innri aðferða við útreikning á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja.
Seðlabanka Íslands, 26. nóvember 2024.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
|