Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á c-lið 1. mgr. 51. gr. laganna:
- Orðið „eða“ fellur brott.
- Við bætist: eða dvalarleyfi vegna doktorsnáms skv. 65. gr.
2. gr.
Í stað orðsins „undirrita“ í 2. málsl. 1. mgr. 52. gr. laganna kemur: með sannanlegum hætti staðfesta.
3. gr.
2. mgr. 54. gr. laganna orðast svo:
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um útlit og eiginleika dvalarleyfisskírteinis.
4. gr.
2. mgr. 56. gr. laganna orðast svo:
Sýna þarf fram á framfærslu í gjaldmiðli sem er alþjóðlega viðurkenndur og unnt er að umbreyta í mynt sem er skráð hjá Seðlabanka Íslands.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:
- 2. mgr. fellur brott.
- Orðin „eigi síðar en fjórum vikum“ í 5. mgr. falla brott.
6. gr.
Orðin „eigi síðar en fjórum vikum“ í 6. mgr. 58. gr. laganna falla brott.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 61. gr. laganna:
- Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr.:
- Í stað orðanna „tveggja ára“ í 1. málsl. kemur: fjögurra ára.
- Í stað orðanna „tvö ár“ í 2. málsl. kemur: fjögur ár.
- 3. mgr. orðast svo:
Verði dvalarleyfi á grundvelli 1. mgr. afturkallað vegna þess að slit verður á ráðningarsambandi er heimilt að veita útlendingi dvalarleyfi til eins árs til þess að hann geti leitað sér annars starfs á grundvelli sérþekkingar sinnar. Heimilt er að veita slíkt dvalarleyfi án umsóknar og þarf þá ekki að uppfylla skilyrði b-liðar 1. mgr. Jafnframt er heimilt, að fenginni umsókn, að veita dvalarleyfi samkvæmt þessari málsgrein þegar innan við mánuður er eftir af gildistíma dvalarleyfis sem annars yrði afturkallað vegna þess að slit hefur orðið á ráðningarsambandi.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 62. gr. laganna:
- 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Heimilt er að endurnýja dvalarleyfið í allt að tvö ár í senn, þó aldrei til lengri tíma en sem nemur gildistíma atvinnuleyfis, enda séu uppfyllt skilyrði 1. mgr.
- Í stað orðsins „endurnýja“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: veita fyrsta.
- 4. mgr. orðast svo:
Verði dvalarleyfi á grundvelli 1. mgr. afturkallað vegna þess að slit verður á ráðningarsambandi er heimilt að veita útlendingi dvalarleyfi til sex mánaða til þess að hann geti leitað sér að öðru starfi. Heimilt er að veita slíkt dvalarleyfi án umsóknar og þarf þá ekki að uppfylla skilyrði b-liðar 1. mgr. Jafnframt er heimilt, að fenginni umsókn, að veita dvalarleyfi samkvæmt þessari málsgrein þegar innan við mánuður er eftir af gildistíma dvalarleyfis sem annars yrði afturkallað vegna þess að slit hefur orðið á ráðningarsambandi.
9. gr.
Í stað orðanna „eins árs“ í 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. laganna kemur: tveggja ára.
10. gr.
Í stað orðanna „sex mánaða“ í 2. mgr. 64. gr. laganna kemur: eins árs.
11. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. laganna:
- Við b-lið 2. mgr. bætist: eða hefur fengið heimild til undanþágu frá skilyrði um fullt nám, svo sem vegna skipulags náms á grundvelli beiðni frá hlutaðeigandi skóla.
- Í stað orðanna „sex mánuði“ í 8. mgr. kemur: þrjú ár.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
- 2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Heimilt er að endurnýja dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu einu sinni til eins árs en þó aldrei til lengri tíma en hlutaðeigandi samningur um vistráðningu gerir ráð fyrir.
- Í stað orðanna „Jafnframt er óheimilt“ í 3. málsl. 5. mgr. kemur: Óheimilt er.
- 3. málsl. 6. mgr. fellur brott.
- Við 8. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Útlendingastofnun er skylt að fela sérstökum eftirlitsaðila að hafa eftirlit með vistráðningum, þ.m.t. að taka út aðstæður á heimili vistfjölskyldu, svo sem með óboðuðu eftirliti, með því að taka viðtöl við hinn vistráðna og vistfjölskyldu og sjá til þess að vistráðningarsamningur sé virtur í hvívetna, m.a. um hámarksvinnuframlag. Útlendingastofnun ber ábyrgð á að fylgja eftir ábendingum eftirlitsaðila um brot á vistráðningarsamningi.
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
- Í stað tilvísunarinnar „skv. 61., 63.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: skv. 61., 62., 63., 64., 65.
- Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama gildir um nánasta aðstandanda bresks ríkisborgara sem hefur dvalarleyfi á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða XI.
- 2. mgr. orðast svo:
Dvalarleyfi skv. 70.–72. gr. verða ekki veitt ef sá fjölskyldumeðlimur sem umsókn byggist á hefur á síðustu fimm árum hlotið dóm eða verið látinn sæta öryggisráðstöfunum fyrir brot á ákvæðum XXI.–XXIV. kafla almennra hegningarlaga. Hið sama gildir þegar um brot er að ræða gegn 232. gr., 232. gr. a og 233. gr. b almennra hegningarlaga. Dvalarleyfi skv. 70. gr. verður heldur ekki veitt ef sá fjölskyldumeðlimur sem umsókn byggist á hefur hlotið dóm eða verið látinn sæta öryggisráðstöfunum fyrir brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga og brotið beindist gegn maka. Þá verður dvalarleyfi skv. 71. gr. ekki veitt ef sá fjölskyldumeðlimur sem umsókn byggist á eða maki hans hefur hlotið dóm eða verið látinn sæta öryggisráðstöfunum fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga og þolandi var yngri en 18 ára. Þrátt fyrir framangreind skilyrði er heimilt að veita dvalarleyfi í umræddum tilvikum ef synjun felur í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart umsækjanda eða þess fjölskyldumeðlims sem umsókn byggist á. Ef það brýtur í bága við forsendur dvalarleyfis fjölskyldumeðlims hér á landi að veita umsækjanda dvalarleyfi skv. 70.–72. gr. er heimilt að synja um dvalarleyfi.
14. gr.
Við 8. mgr. 70. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar málsgreinar, þ.m.t. til hvaða viðmiða skuli líta við mat á því hvort rökstuddur grunur sé um að til hjúskapar eða sambúðar hafi verið stofnað í þeim tilgangi að afla dvalarleyfis.
15. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 71. gr. laganna:
- Í stað tilvísunarinnar „61., 63.“ kemur: 61., 62., 63., 64., 65.
- Við bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Jafnframt er heimilt að veita umsækjanda sem náð hefur 18 ára aldri dvalarleyfi á grundvelli ákvæðisins hafi umsókn verið lögð fram áður en hann náði 18 ára aldri. Sé barn fætt hér á landi og foreldri eða foreldrar þess dvelja hér á landi á öðrum grundvelli en greinir í 1. málsl. er heimilt að veita barninu dvalarleyfi með sama gildistíma og dvalarleyfi foreldris.
16. gr.
Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 57. gr.“ í 1. og 4. mgr. 103. gr. laganna kemur: 3. mgr. 57. gr.
17. gr.
Við 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða V í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Réttur bresks ríkisborgara og aðstandenda hans sem hafa öðlast rétt til tímabundinnar dvalar skv. 84., 85. og 86. gr. fellur niður þegar viðkomandi hefur dvalist utan landsins í tvö ár samfellt.
18. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
19. gr.
Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002:
- Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr. 8. gr. laganna:
- Í stað orðanna „tveggja ára“ í 1. málsl. kemur: fjögurra ára.
- Í stað orðanna „tvö ár“ í 2. málsl. kemur: fjögur ár.
- Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
- Í stað orðanna „eitt ár“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: tvö ár.
- 5. mgr. fellur brott.
- Í stað orðanna „eins árs“ í 1. málsl. 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: tveggja ára.
- Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
- 1. mgr. orðast svo:
Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna starfa útlendings sem hefur áður verið veitt tímabundið dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar samkvæmt lögum um útlendinga að uppfylltum skilyrðum b–d-liðar 1. mgr. 7. gr.
- Í stað orðanna „þurfa skilyrði a-, d- og e-liðar“ í 3. mgr. kemur: þarf skilyrði d-liðar.
- Í stað hlutfallstölunnar „40%“ í b-lið 1. mgr. og 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: 60%.
- Í stað orðanna „sex mánaða“ í 3. mgr. 15. gr. laganna kemur: eins árs.
- Við 1. mgr. 22. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Erlendir makar og sambúðarmakar útlendinga sem veitt hefur verið tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar og börn þeirra að átján ára aldri sem eru í forsjá og á framfæri þeirra.
- Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Við gildistöku laga þessara skal ráðherra skipa starfshóp til að gera tillögur að lagabreytingum sem heimili útgáfu dvalar- og atvinnuleyfa til sjálfstætt starfandi einstaklinga og að tímabundin atvinnuleyfi skuli skilyrt við tilteknar atvinnugreinar í stað starfs hjá tilteknum atvinnurekendum. Skal starfshópurinn m.a. hafa hliðsjón af löggjöf í nágrannalöndunum og skila tillögum til ráðherra innan sex mánaða frá gildistöku laga þessara. Ráðherra skipar þrjá fulltrúa í starfshópinn. Ráðherra skal skipa einn fulltrúa án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður starfshópsins, dómsmálaráðherra skal tilnefna einn fulltrúa og forsætisráðherra einn fulltrúa.
Gjört á Bessastöðum, 21. júní 2023.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
Guðrún Hafsteinsdóttir.
|