1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 11. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/758 frá 7. maí 2021 um stöðu tiltekinna vara sem fóðuraukefna, sem falla undir gildissvið reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003, og um töku tiltekinna fóðuraukefna af markaði. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 322/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 1193.
2. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast tólf nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/658 frá 21. apríl 2021 um leyfi fyrir ilmkjarnaolíu úr Origanum vulgare L. undirteg. hirtum (Link) letsw. Var. Vulkan (DOS 00001) sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 322/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 601.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/669 frá 23. apríl 2021 um leyfi fyrir tæknilega hreinu L-lýsínmónóhýdróklóríði og fljótandi L-lýsínbasa, sem eru framleidd með Corynebacterium casei KCCM 80190 eða Corynebacterium glutamicum KCCM 80216 eða Corynebacterium glutamicum KCTC 12307BP, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 322/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 605.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/709 frá 29. apríl 2021 um leyfi fyrir L-histidínmónóhýdróklóríðmónóhýdrati, sem er framleitt með Escherichia coli KCCM 80212, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 322/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 1189.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/718 frá 30. apríl 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 371/2011 að því er varðar nafn leyfishafa fyrir dímetýlglýsínnatríumsalt sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 322/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 612.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/719 frá 30. apríl 2021 um leyfi fyrir L-valíni, sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum CGMCC 7.358, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 322/2010, frá 10.desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 614.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/733 frá 5. maí 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 887/2011 og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/961 að því er varðar nafn leyfishafa fyrir Enterococcus faecium CECT 4515 sem fóðuraukefni og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1395 að því er varðar nafn leyfishafa fyrir Bacillus amyloliquefaciens CECT 5940 sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 322/2010, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 618.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/932 frá 9. júní 2021 um að fella tímabundið úr gildi leyfi fyrir lasalósíð-A-natríumi (Avatec 15% cc) og lasalósíð-A-natríumi (Avatec 150 G) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur (leyfishafi er Zoetis Belgium S.A.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 323/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 620.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/968 frá 16. júní 2021 um endurnýjun á leyfi fyrir sinkklósambandi af hýdroxýlsetnu hliðstæðuefni meþíóníns sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 335/2010. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 323/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 627.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/967 frá 16. júní 2021 um endurnýjun á leyfi fyrir manganklósambandi af hýdroxýlsetnu hliðstæðuefni meþíóníns sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 350/2010. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 323/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 623.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/981 frá 17. júní 2021 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger CBS 109.713, og endó-1,4-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger DSM 18404, sem fóðuraukefni fyrir alifuglategundir, skrautfugla og fráfærugrísi (leyfishafi: BASF SE) og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 271/2009 og framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1068/2011. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 323/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 635.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/982 frá 17. júní 2021 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með 6-fýtasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei CBS 122001, sem fóðuraukefni fyrir svín og alifugla (leyfishafi: Roal Oy) og um niðurfellingu á reglugerðum (ESB) nr. 277/2010, (ESB) nr. 891/2010 og framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 886/2011. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 323/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 639.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/969 frá 16. júní 2021 um leyfi fyrir L-þreóníni, sem er framleitt með Escherichia coli CGMCC 13325, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 323/2021, frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 631.
3. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 3. mars 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
|