1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 48. gr. samþykktarinnar:
- 4. tl. A-liðar breytist þannig að framan við síðustu málsgrein bætist eftirfarandi:
Velferðarnefnd fer með verkefni yfirstjórnar barnaverndarþjónustu skv. 12. gr., sbr. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, með síðari breytingum.
- 2. tl. B-liðar orðast svo:
Umdæmisráð barnaverndar: Ísafjarðarbær stendur sameiginlega að umdæmisráði barnaverndar ásamt öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni, í samræmi við 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, með síðari breytingum, en bæjarstjórn skipar í ráðið skv. samningi um umdæmisráð barnaverndar.
2. gr.
Við samþykktina bætist nýr viðauki 1.1. um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Ísafjarðarbæjar, sem birtur er með samþykkt þessari.
3. gr.
Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Ísafjarðar hefur sett samkvæmt ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 29. desember 2022.
F. h. r.
Aðalsteinn Þorsteinsson.
VIÐAUKI (sjá PDF-skjal)
|