1. gr.
Forsætisráðherra hefur ákveðið, með vísan til 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, að fallast á tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. umsögn Samkeppniseftirlitsins, um að Auðkenni ehf. skuli ekki falla undir gildissvið laganna, og skal undanþágan endurskoðuð eigi síðar en 23. nóvember 2026.
2. gr.
Auglýsing þessi er birt samkvæmt heimild í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og öðlast þegar gildi.
Forsætisráðuneytinu, 23. nóvember 2023.
Katrín Jakobsdóttir.
|