Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 966/2020

Nr. 966/2020 6. október 2020

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 957/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Til viðbótar við ákvæði reglugerðar þessarar skulu á gildistíma hennar gilda eftirfarandi tak­mark­anir í sveitarfélögunum Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnar­fjarðar­kaupstað, Garðabæ og Kópavogsbæ:

  1. Í verslunum skv. 3. mgr. 3. gr. er viðskiptavinum skylt að bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
  2. Í stað 1 metra nálægðartakmörkunar í 4. gr. skal nálægðartakmörkun vera 2 metrar.
  3. Þrátt fyrir 1. mgr. 5. gr. og 4. mgr. 6. gr. er líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starf­semi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks eða starfsemin krefst mikillar nálægðar eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér óheimil innandyra.
  4. Þrátt fyrir 3. og 7. mgr. 5. gr. skulu áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra ekki vera fleiri en 20 í hverju rými.
  5. Í stað 100 gesta hámarks í 7. mgr. 5. gr. skal vera 20 gesta hámark.
  6. Aðrir veitingastaðir en þeir sem eru lokaðir samkvæmt ákvæði 1. mgr. 6. gr. skulu ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00.
  7. Þrátt fyrir 6. mgr. 6. gr. skal loka sund- og baðstöðum.
  8. Þrátt fyrir 2. mgr. 4. gr. er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða hætta er á snert­ingu milli fólks eða mikillar nálægðar óheimil, svo sem starfsemi hárgreiðslustofa, snyrti­stofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa og önnur sambærileg starfsemi. Tak­mark­anir þessar taka ekki til starfsemi heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðis­þjónustu en í þeim tilvikum er skylt að notast við andlitsgrímur. Ákvæði þetta tekur ekki til innan­lands­­flugs og -ferja, leigubifreiða, hópbifreiða og almenningssamgangna.
  9. Takmarkanir samkvæmt ákvæði þessu gilda ekki um börn fædd 2005 og síðar. Í því felst m.a. að þrátt fyrir lokun sundstaða er heimilt að halda úti skólasundi og þrátt fyrir takmark­anir á íþróttastarfi er íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna fæddra 2005 og síðar heimil. Aftur á móti skulu keppnisviðburðir barna fæddra 2005 og síðar þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar ekki fara fram á gildistíma reglugerðar­innar.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur gildi 7. október 2020.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 6. október 2020.

 

F. h .r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 6. október 2020