1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2325 frá 16. desember 2021 um að fastsetja, samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848, skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd skv. 2. og 3. mgr. 33. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 834/2007 að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 40/2022, frá 4. febrúar 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 17. mars 2022, bls. 842.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/474 frá 17. janúar 2022 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 að því er varðar sértækar kröfur um framleiðslu og notkun á ungplöntum sem eru ekki lífrænt ræktaðar, ungplöntum í aðlögun og lífrænt ræktuðum ungplöntum og öðru plöntufjölgunarefni. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 294/2022, frá 9. desember 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8, frá 26. janúar 2023, bls. 93.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2047 frá 24. október 2022 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/2325 er varðar viðurkenningu á tilteknum eftirlitsyfirvöldum og eftirlitsaðilum að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 389.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2049 frá 24. október 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/2325 er varðar viðurkenningu á tilteknum eftirlitsyfirvöldum og eftirlitsaðilum að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2023, frá 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83, frá 16. nóvember 2023, bls. 422.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2468 frá 15. desember 2022 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/2325 er varðar viðurkenningu á eftirlitsaðilanum „IMOCERT Latinoamérica Ltda“ að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2023, frá 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83, frá 16. nóvember 2023, bls. 428.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/186 frá 27. janúar 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/2325 er varðar viðurkenningu á tilteknum eftirlitsyfirvöldum og eftirlitsaðilum að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2023, frá 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83, frá 16. nóvember 2023, bls. 430.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1202 frá 21. júní 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/2325 er varðar viðurkenningu á tilteknum eftirlitsyfirvöldum og eftirlitsaðilum að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 308/2023, frá 8. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11, frá 1. febrúar 2024, bls. 266.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1195 frá 20. júní 2023 um reglur um einstök atriði og snið upplýsinga sem aðildarríkin skulu láta í té um niðurstöður úr opinberum rannsóknum á tilvikum mengunar af völdum vara eða efna sem eru ekki leyfð til notkunar við lífræna framleiðslu. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 308/2023, frá 8. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11, frá 1. febrúar 2024, bls. 262.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 12. febrúar 2024.
Katrín Jakobsdóttir.
|