1. gr.
Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fiskistofu er heimilt að gefa út leyfi til allt að þriggja íslenskra skipa hverju sinni.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Skal umsóknartímabil vera frá 1. apríl til og með 1. júní.
- Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Fiskistofa skal ákvarða aflamark á hvert skip með hlutfallslega jöfnum hætti af heildaraflaheimildum Íslands eftir að áætlaður meðafli hefur verið dregin frá. Fiskistofa getur heimilað færslu aflamarks á milli þeirra skipa sem hafa leyfi til veiða skv. 1. gr. Verður að tilkynna ráðuneytinu um slíkt sem upplýsir skrifstofu Atlantshafs túnfiskveiðiráðsins um færslur milli skipa. Fiskistofa getur fært hluta af aflaheimildum vegna meðafla, ef svigrúm er til þess á seinni stigum veiðitímabils, með hlutfallslegum hætti á hvert skip en aldrei má úthlutun auk skráðs meðafla fara yfir heildaraflaheimildir Íslands hverju sinni. Verður að tilkynna ráðuneytinu um breytta nýtingu meðafla heimilda sem upplýsir skrifstofu Atlantshafs túnfiskveiðiráðsins um það. Fyrir 1. júlí skal Fiskistofa senda ráðuneytinu viðeigandi upplýsingar um umsóknir um leyfi og útgefin leyfi, m.a. um skip og aflamark þeirra. Ráðuneytið sendir upplýsingar um skip sem hafa leyfi til veiða til skrifstofu Atlantshafs túnfiskveiðiráðsins eigi síðar en 15. júlí.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 7. gr. og 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, ákvæðum 3., 4., 6., 7., 8., 18. og 19. gr. laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og ákvæðum 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 20. mars 2023.
Svandís Svavarsdóttir.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
|