1. gr.
1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Hafi ferðamaður við komuna til landsins undir höndum viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð (bólusetningu) vegna COVID-19 eða viðurkennt vottorð sem sýnir fram á að COVID-19 sýking sé afstaðin, sem og vottorð um neikvætt COVID-19 próf, annað hvort PCR-próf eða mótefnavakapróf (antigen próf, hraðpróf), sem er ekki eldra en 72 klst. við byrðingu erlendis, er ferðamanni ekki skylt að fara í sýnatöku á landamærastöð og síðan í sóttkví skv. 4. gr. Þá er ferðamanni sem getur framvísað viðurkenndu vottorði um ónæmisaðgerð vegna COVID-19 eða viðurkenndu vottorði sem sýnir fram á að COVID-19 sýking sé afstaðin, en ekki vottorði um neikvætt COVID-19 próf, annað hvort PCR-próf eða mótefnavakapróf, sem er ekki eldra en 72 klst. við byrðingu erlendis, skylt að gangast undir eina PCR-sýnatöku á landamærastöð og sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir úr sýnatökunni. Um jákvæð próf fer eftir 10. gr.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 28. júlí 2021.
Svandís Svavarsdóttir.
Ásta Valdimarsdóttir.
|