1. gr.
Á eftir 1. málsl. 3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ef um ævilangt sjúkdómsástand er að ræða er stofnuninni heimilt að samþykkja innkaupaheimildir sem gilda lengur.
2. gr.
Á eftir 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Reikningar skulu uppfylla skilyrði laga og reglna á hverjum tíma. Reikningsskil skulu vera á því formi sem Sjúkratryggingar Íslands ákveða og getur stofnunin farið fram á að reikningar, umsóknir og önnur gögn séu á rafrænu formi.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 3. nóvember 2020.
Svandís Svavarsdóttir.
|