1. gr.
1. mgr. 8. gr. samþykktarinnar orðast svo:
Sveitarstjórn Reykhólahrepps heldur reglulega fundi sveitarstjórnar í stjórnsýsluhúsinu að Maríutröð 5a, annan miðvikudag í mánuði kl. 16.00.
2. gr.
7. töluliður, A-liðar 39. gr. samþykktarinnar orðast svo:
Almannavarnarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Sveitarstjórn kýs einn aðalmann og einn varamann.
3. gr.
3. töluliður, B-liðar 39. gr. samþykktarinnar orðast svo:
Dreifbýlisnefnd. Sveitarstjórn kýs fimm aðalmenn og jafnmarga til vara. Dreifbýlisnefnd fer m.a. með málefni fjallskila skv. fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012.
4. gr.
Við B-lið 39. gr. samþykktarinnar bætast fjórir nýir töluliðir sem verða töluliðir 10, 11, 12 og 13 og eru svohljóðandi:
- Stjórn Brunavarna Stranda og Reykhólahrepps. Framkvæmdastjóri er aðalmaður samkvæmt stofnsamningi. Sveitarstjórn kýs einn fulltrúa til vara.
- Fulltrúaráð Vestfjarðastofu. Sveitarstjórn kýs einn aðalmann og einn til vara.
- Stjórn Þörungaklausturs ehf. Sveitarstjórn kýs einn aðalmann og einn varamann.
- Stjórn Þörungamiðstöðvarinnar hf. Sveitarstjórn kýs einn aðalmann og einn til vara.
5. gr.
Samþykkt þessi sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 7. júlí 2022.
F. h. r.
Aðalsteinn Þorsteinsson.
|