Almenn ákvæði.
1. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Kópavogshöfn er sett skv. heimild í 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. 1. Gjaldskráin er við það miðuð að Kópavogshöfn geti haft nægar tekjur til þess að standa undir rekstri hafnar sbr. 5. tölulið 3. gr. hafnalaga. Gjaldskráin gildir fyrir hafnarsvæði skilgreint í gildandi aðalskipulagi Kópavogsbæjar.
Um gjaldtöku tengda stærð skipa.
2. gr.
Við ákvörðun gjalda, sem taka mið af stærð skipa, skal miðað við brúttótonnatölu (brt) skipa samkvæmt alþjóðlegu mælingarbréfi, sem gefið er út í samræmi við alþjóðasamþykktina um mælingu skipa frá 1969.
3. gr.
Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.
Lestargjöld.
4. gr.
Af öllum skipum skal greiða lestargjald, kr. 17 á mælieiningu skv. 2. gr. en þó ekki oftaren tvisvar í mánuði.
Bryggjugjöld.
5. gr.
Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða samkvæmt eftirfarandi:
Greiða skal kr. 8 á brt, fyrir hvern byrjaðan sólarhring.
Bátar allt að 15 brt greiða kr. 12.166 á mánuði.
Bátar 16 til 40 brt greiða kr. 19.627 á mánuði.
Bátar 41 til 80 brt greiða kr. 31.195 á mánuði.
Smábátagjöld við Bása eru:
|
Ársleiga: |
157.033 kr. |
|
Mánaðarleiga: |
15.703 kr. |
|
Smábátar, almenningur, lágmarksgjald: |
8.870 kr. |
Heimilt er að leggja á allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta, sem liggja um lengri tíma við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 6 mánuði.
Heimilt er að leggja þreföld bryggjugjöld á báta, sem óska eftir langtímaviðlegu vegna annarrar starfsemi en útgerðar.
Heimilt er að leggja þreföld bryggjugjöld á skip sem liggja í höfn og eru ekki í rekstri. Skip sem legið hefur lengur en einn mánuð í höfn er skip sem ekki telst vera í rekstri.
Vörugjöld.
6. gr.
Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim undantekningum er síðar getur.
7. gr.
Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar hafnar, innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land. Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.
8. gr.
Af vörum, sem fluttar eru á skip og fara eiga til annarra hafna innanlands greiðist hálft vörugjald.
Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land.
9. gr.
Þessar vörur eru undanþegnar vörugjaldi:
- Umbúðir sem endursendar eru.
- Olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.
- Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.
- Úrgangur sem fluttur er til eyðingar.
10. gr.
Vörugjald reiknast eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega. Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóri eða afgreiðslumaður skips skal láta höfninni í té afrit af farmskrá. Sé engri farmskrá til að dreifa skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem fermt hefur verið eða affermt úr skipi hans. Þyki hafnarstjóra ástæða til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn. Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðað skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af.
11. gr.
Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir:
Vörugjaldskrá.
1. fl.: |
Gjald kr. 336 fyrir hvert tonn: Kol, laust korn, salt, vikur, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu. |
2. fl.: |
Gjald kr. 413 fyrir hvert tonn: Bensín, brennsluolíur, lýsi og fiskimjöl. |
3. fl.: |
Gjald kr. 690 fyrir hvert tonn: Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, veiðarfæri, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda. Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir. |
4. fl.: |
Gjald kr. 1.743 fyrir hvert tonn: Aðrar vörur, sem ekki eru tilgreindar í 1., 2.og 3. fl. Af flutningi vinnutækja innanlands skal veita allt að 50% afslátt. Vörugjald greiðist ekki af bifreiðum ferðamanna, enda ferðist eigendur með sama skipi. |
5. fl.: |
Gjald 1,20%. Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans. |
|
Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildarverðmætis. Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði. |
|
Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Seljandi ber skil á greiðslu aflagjalds. |
|
Hámarksgjald samkvæmt lið þessum er kr. 6.972 fyrir hvert tonn. Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 258. |
Farþegagjald.
12. gr.
Farþegagjald skal tekið við komu og brottför farþega um Kópavogshöfn. Gjald á farþega er kr. 287 fyrir 13 ára og eldri.
Hafnsögugjöld.
13. gr.
Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá:
- Fyrir leiðsögu til hafnarinnar, að bólvirki eða lægi kr. 12.387 fyrir hvert skip, auk kr. 19 fyrir hvert brúttótonn. Fyrir leiðsögu frá bólvirki eða lægi og úr höfninni greiðist sama gjald.
- Fyrir leiðsögu um höfnina skal greiða hálft gjald samkvæmt lið a.
- Ef skipstjóri skips hefur hafnsöguréttindi skv. ákvörðun hafnarstjórnar og hafnsögumaður fer ekki um borð, er veittur 25% afsláttur af hafnsögugjaldi.
Þjónusta dráttarbáta.
14. gr.
Kópavogshöfn getur aðstoðað við útvegun dráttarbáta. Þeir sem þurfa á þjónustu dráttarbáts að halda, greiða áfallinn kostnað sem innheimtur er vegna þeirrar þjónustu.
Festargjöld.
15. gr.
Festargjöld fyrir hverja afgreiðslu (1-2 menn) er kr. 14.963, en séu fleiri en tveir menn notaðir við afgreiðslu er gjald fyrir hvern aukamann kr. 14.963.
Vatns- og rafmagnssala.
16. gr.
Vatnsgjöld:
Vatn afgreitt frá bryggju:
Kalt vatn |
387 kr./m³ |
Heitt vatn |
671 kr./m³ |
Lágmarksgjald miðast við 15 tonn.
Rafmagnssala:
Rafmagnsnotkun |
kr./kWst. |
23 |
Lágmarksgjald miðast við 400 kWst. |
Tengigjald rafmagns er |
kr. |
4.788 |
|
Útkall milli kl. 18.00 og 09.00 virka daga, svo og um helgar, greiðist sérstaklega kr. 22.984.
Vigtargjald.
17. gr.
Gjald fyrir almenna vigtun er kr. 288 á tonn.
Lægsta gjald fyrir einstaka vigtun er kr. 1.934.
Skráningargjald fyrir skráningu í lóðs er kr. 153 kr./tonn.
Fyrir útkall milli kl. 18.00 og 09.00 virka daga, svo og um helgar, greiðist sérstaklega kr. 19.282.
Lóðarleigugjald.
18. gr.
Lóðarleigugjald fyrir gáma- og geymslusvæði með bundnu slitlagi skal vera 140 kr./m² á mánuði en án slitlags 122 kr./m² á mánuði.
Fyrir báta á landi greiðast kr. 5.399 á mánuði. Heimilt er að leggja allt að þrefalt mánaðargjald á báta á landi, sem eru óhreyfðir á sama stað í eitt ár eða lengur.
Siglingavernd.
19. gr.
Við komu skipa, sem falla undir ákvæði laga um siglingavernd nr. 50/2004, ber að greiða eftirtalin gjöld til Kópavogshafnar:
|
Farþegavernd |
kr. 287 pr. farþega. |
|
Skipavernd |
kr. 6 pr. brúttótonn á sólarhring. |
|
Farmvernd |
20% álag á vörugjöld. |
Sjósetningaraðstaða.
20. gr.
Gjald fyrir báta, sem ekki eru með samning við Kópavogshöfn er kr. 5.399.
Úrgangs- og förgunargjald.
21. gr.
Skipstjóri eða eigandi skips sem óskar eftir að láta á land sorp, farmleifar, olíuleifar eða mengandi efni skal óska eftir aðstoð viðurkennds þjónustuaðila, sem höfnin hefur samþykkt að annist móttöku og förgun á ofangreindum úrgangi frá skipum á hafnarsvæði hafnarinnar.
Skipstjóri, eigandi skips eða þjónustuaðili skal undantekningarlaust skila útfylltu eyðublaði til hafnarinnar um magn og tegund þess úrgangs sem skilað er á land.
Skip sem falla utan 11. gr. c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 skulu greiða þjónustuaðila kostnað vegna móttöku og förgunar á úrgangi. Annist höfn móttöku og förgun á almennum úrgangi skal gjald greitt fyrir þjónustuna samkvæmt grein þessari fyrir hvern rúmmetra úrgangs. Annist höfnin móttöku á spilliefnum eða sérstökum úrgangi sem hefur í för með sér kostnað umfram förgun á almennu sorpi greiðir viðkomandi aðili kostnað sem til fellur.
Vegna skipa sem falla undir 11. gr. c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 skal greiða eftirfarandi:
- Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal greiða 1 kr. á brt. Gjald þetta er til að standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 9.240 og hámarksgjald kr. 71.080.
- Úrgangsgjald: Gjald samkvæmt 1. lið má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð. Fast gjald verður þá 0,50 kr. á brt. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 9.240 og hámarksgjald kr. 35.540.
- Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á almanaksárinu greiða samkvæmt 2. lið fyrir fimmtu komu og komur eftir það.
- Úrgangsgjald: Skip og bátar sem eru undir 60 m að lengd, eru ekki hafnsöguskyld og hafa varanlega viðveru í Kópavogshöfn, skulu greiða fast mánaðargjald vegna eftirlits og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Mánaðargjaldið skal vera kr. 9.240 á mánuði.
- Förgunargjald: Óski skipstjóri eða eigandi skips eftir að tekið verði á móti úrgangi frá skipinu skal hann hafa samband við viðurkenndan móttökuaðila skv. ábendingu hafnarinnar eða óska eftir því að höfnin annist móttöku á úrganginum. Lágmarksgjald hafnar fyrir móttöku á úrgangi er kr. 14.927 á hvern rúmmetra og að lágmarki greitt fyrir einn rúmmetra. Kjósi skipstjóri eða eigandi skips að óska eftir þjónustu viðurkennds aðila greiðir hann kostnað við þá þjónustu. Skipstjóri og/eða eigandi skips ber ábyrgð á að útfylltu eyðublaði um magn og tegund sorps sé skilað til hafnarinnar, en misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar.
- Förgunargjald: Skip sem undanþegin eru gjaldskyldu skv. 1. tl. 2. mgr. 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003 skulu eftir sem áður greiða fyrir losun sorps og förgun ef óskað er eftir þjónustu hafnar eða viðurkennds móttökuaðila.
- Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um skil á sorpi eða tilkynningum skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis.
Um innheimtu og greiðslu gjalda.
22. gr.
Hafnarstjóri sér um innheimtu allra gjalda skv. gjaldskrá þessari og skal greiða gjöldin á skrifstofu hafnarinnar. Heimilt er að leita samþykkis skrifstofunnar til notkunar greiðslumiðlunar
við uppgjör skulda. Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er áskilið að reikna dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
23. gr.
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til Kópavogshafnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt við komu til hafnar að gefa hafnarstjóra upplýsingar um skipið í samræmi við ákvæði 5. mgr. 33. gr. reglugerðar nr. 326/2004 um hafnamál og afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess vegna ófullnægjandi upplýsinga frá skipstjóra og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda.
Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema að hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.
24. gr.
Vörugjald greiðist af öllum vörum sem eru affermdar, afhentar eða fluttar, eða á annan hátt færðar sjóleiðis eða landleiðina, inn fyrir mörk hafnarinnar. Vörugjaldið reiknast skipi til skuldar áður en skip hefur siglingu, nema sérstaklega sé samið um annað. Vörugjald er á ábyrgð farmflytjanda og er afhending vöru án greiðslu vörugjalds á hans ábyrgð.
Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir. Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.
25. gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru aðfararhæf án undangengins dóms. Skipagjöld eru tryggð með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingarfé. Gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðkröfum sbr. ákvæði 3. mgr. 21. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Kópavogshöfn er heimilt að krefjast frekari trygginga fyrir greiðslu áfallinna gjalda ef ástæða þykir til.
26. gr.
Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts. Kópavogshöfn er skylt að innheimta virðisaukaskatt af öllum gjöldum í gjaldskrá þessari, sbr. 3. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.
Gildistaka.
27. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Kópavogshöfn er samþykkt af hafnarstjórn 7. maí 2024 skv. 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 og staðfest af bæjarstjórn 25. júní 2024.
Gjaldskrá þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá Kópavogshafnar nr. 1366/2023.
Kópavogi, 28. júní 2024.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.
|