1. gr.
Við 17. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Með reglugerð þessari eru innleidd ákvæði tilskipunar ráðsins (ESB) 2018/131 um framkvæmd samningsins sem Samtök skipaeigenda í Evrópubandalaginu (ECSA) og Samband félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) hafa gert með sér um breytingar á tilskipun 2009/13/EB í samræmi við breytingarnar frá 2014 á samþykktinni um vinnuskilyrði farmanna, 2006, eins og þær voru samþykktar á Alþjóðavinnumálaþinginu þann 11. júní 2014. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 111/2020 frá 14. júlí 2020 og birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54/2020, bls. 239-244.
2. gr.
III. viðauki við reglugerðina orðast svo:
Samningur sem samtök skipaeigenda í Evrópubandalaginu og Samband félaga flutningaverkamanna í Evrópu hafa gert með sér um samþykktina um vinnuskilyrði farmanna. Samningurinn er birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40/2011, bls. 49-64. Breytingar á samningnum eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54/2020, bls. 242-244.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. mgr. 7. gr. og 17. gr. laga nr. 76/2001, um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, með síðari breytingum, og 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 12. maí 2021.
F. h. r.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.
|