Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 892/2016

Nr. 892/2016 28. október 2016

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 490/2016, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglnanna:

  1. Á eftir orðunum „innstæður í innlendum gjaldeyri“ í 1. tölul. kemur: hjá innlánsstofnunum hér á landi sem bera 3,00% ársvexti eða hærri.
  2. Orðin „eða 13. gr. f“ í 2. tölul. falla brott.
  3. Á eftir orðunum „eiga innstæður í innlendum gjaldeyri“ í 3. tölul. kemur: hjá innláns­stofnunum hér á landi ef samanlagt hlutfall reiðufjár og innlána, sem bera 3,00% ársvexti eða hærri, í eignasamsetningu sjóða er 10% eða hærra.
  4. Í stað orðanna „ráðstafað er í innstæður í innlendum gjaldeyri.“ í 4. tölul. kemur: er gerð í þeim tilgangi að ráðstafa, beint eða óbeint, í innstæður í innlendum gjaldeyri, sem bera 3,00% ársvexti eða hærri.
  5. Á eftir orðunum „fjárfestinga í hlutdeildarskírteinum sjóða“ í 5. tölul. kemur: , ef samanlagt hlutfall reiðufjár og innlána, sem bera 3,00% ársvexti eða hærri, í eignasamsetningu sjóða er 10% eða hærra,

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglnanna:

Við 3. gr. reglnanna bætast tvær nýjar málsgreinar, sem verða 2. og 3. mgr., svohljóðandi:

Einstaklingi, sem er skráður eigandi skv. 1.-3. tölul. 1. mgr., skal heimilt að ráðstafa nýju inn­streymi erlends gjaldeyris skv. 2. gr., að samanlögðu jafnvirði allt að 30.000.000 kr. fram til 1. janúar 2017, án þess að slík ráðstöfun verði háð bindingarskyldu samkvæmt reglum þessum. Frá og með 1. janúar 2017 skal fjárhæðarmark skv. 1. málsl. hækka í 100.000.000 kr. Heimild þessi er háð því skilyrði að einstaklingur sé raunverulegur eigandi þeirra fjármuna sem um ræðir.

Ef samanlagt jafnvirði ráðstöfunar einstaklings skv. 2. gr. fer yfir fjárhæðarmark skv. 2. mgr. eins og það stendur á hverjum tíma er einungis sá hluti nýs innstreymis erlends gjaldeyris sem fer umfram fjárhæðarmarkið háður bindingarskyldu samkvæmt reglum þessum.

3. gr.

Samþykki ráðherra.

Reglur þessar hafa verið samþykktar af fjármála- og efnahagsráðherra og er samþykkið birt sem fylgiskjal með reglunum.

4. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í ákvæði til bráðabirgða III laga um gjald­eyris­mál, nr. 87/1992, öðlast þegar gildi.

Reykjavík, 28. október 2016.

Seðlabanki Íslands,

  Már Guðmundsson Guðmundur Sigbergsson,
  seðlabankastjóri. starfandi frkvstj. gjaldeyriseftirlits.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 31. október 2016